Vera - 01.08.1991, Page 10

Vera - 01.08.1991, Page 10
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA HUNFANN HAMINGJUNA Um árabil var hún f'rjálsu ástirnar og kvenfrelsið holdi klætt i hugum Dana. Karlmenn tóku skrif hennar svo alvarlega að hún fékk engan frið. Suzanne Brögger heitir hún og er danskur rithöf- undur. Suzanne ólst upp í sundr- aðri íjölskyldu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var mjög ung og hún bjó hjá mömmu sinni og stjúpa. „Móðir mín og stjúpfaðir hötuðu ekki hvort annað, þau sögðust elska hvort annað. Af þeim lærði ég hvað ást er. Þar sem ástin hafði svo mikla ógæfu í för með sér, frá mínum bæjardyrum séð, vildi ég losa mig við ástina“, segir Suzanne Brögger í nýlegu viðtali við sænska blaðið Föráldrar och barn. Á sjöunda áratugnum skrifaði hún bókina Fri os fra kærligheden - Frelsið okkur frá ástinni. Suzanne Brögger vildi kjarnaíjölskylduna feiga. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. „Við verðum að bjarga þvi litla sem eftir er af innileik og hlýju á meðal fólks. Það finnum við í fjölskyldunnf' segir hún nú, þessi 46 ára móðir fimm ára stúlku, sem býr með barnsföður sínum. „Áður íyrr hélt ég að ég gæti lifað hamingjusöm allt lífið án þess að eiga barn. Nú fyllist ég angist þegar ég heyri um barn- 10 IFAÐMI lausar konur. Ég finn að ég fyllist sorg þeirra vegna. Er ekki skrítið að ég skuli ekki hafa fundið fyrir söknuði hér áður íyrr?“ spyr hún. Við skulum gripa niður í þann hluta viðtalsins sem fjallar um börn, heimili og atvinnulíf. - Við lítum ekki á börn sem grunninn að lífi okkar. Á sænsku er sagt „skaffa sig barn“, eins og börn séu eitthvað sem maður kaupir í búð. Margir „skaffa sér“ börnin síðast af öllu. FYrst þarf að mennta sig og vinna sér inn mikið af peningum, kaupa hús og bíl. Börnin koma síðust og eiga að passa inn í það líf sem fólk er búið að skapa sér. Þau verða ekki hluti af lífi hinna fullorðnu. Börnin fá að vera með um helgar og í fríum. Sjáið bara hvernig borgir eru skipulagðar. Börn eru þar alls staðar í lílshættu. Menning okkar er barníjandsamleg, en um leið elskum við börnin alveg óstjórn-. lega mikið. Þau fá okkur til að. finnast við vera raunveruleg og lifandi. Ég held að innst inni finnist okkur mjög sorglegt að börnin skuli ekki passa inn í líf okkar. Okkur finnst hræðilegt að þurfa að kveðja börnin okkar þegar þau eru sex mánaða gömul. Þannig er það hér í Danmörku. Þá komast börnin á dagheimili og konan fer aftur að vinna. Um hættuna sem felst í því að munurlnn á körlum og konum þurrkist út segir Suzanne Brögger: - Það hafa margar konur sagt mér frá þvi að hjónabönd þeirra hafa splundrast vegna útjöfnunar kynjanna og þess að líf þeirra er orðið of karlmannlegt. Þeim hefur reynst ómögulegt að finna og sýna sínar kvenlegu hliðar. Við konur höfum afneitað mörgu í eðli okkar. Réttinn til að láta verja okkur misstum við til dæmis um leið og við urðum sjálfstæðar. Það eru bara barnshafandi konur og mæður kornabarna sem eiga rétt á vernd. í staðinn höfum við fengið peninga. Við erum orðnar efnahagslega sjálfstæðar. Ég held að við munum aldrei láta það sjálfstæði af hendi. En það hefur orðið okkur dýrkeypt. Um fjölskyldur framtíðarinnar hefur hún m.a. þetta að segja: - Ég held að fjölskyldur sem umgangast fjölda fyrrverandi maka verði æ algengari. Fólk vill viðhalda sambandi við fýrri maka barnanna vegna. Ég held að fólk muni í framtíðinni læra að leysa vandamál sem upp koma í svona fjölskyldum. Það munu sjálfsagt koma út margar handbækur um það hvernig hægt sé að lifa í slíkum fjölskyldum og fjölskyldu- ráðgjafar verða ekki atvinnulausir í bráð. Hvaða áhrif mun það hafa á börnin að búa í mörgum fjöl- skyldum? - Það er erfitt að alhæfa vegna þess að það er hægt að skipta um maka á margvíslegan hátt. Ef börnin og þarfir þeirra teljast aukaatriði við skilnaðinn verður auðvitað erfitt fyrir þau að aðlagast nýrri fjölskyldu. Undir vissum kringumstæðum er börn- unum léttir að foreldrarnir skilji. En mér finnst erfitt að sætta mig við að börn þurii að búa á mörgum stöðum. Sú hugsun að ég sjálf þyrfti stöðugt að skipta um heimili særir mig djúpt. Fólk skapar sér heimili með ákveðnum hlutum og manneskjum. Ég held að það hafi slæm áhrif á fólk að skipta stöðugt um heimili. Hugsið ykkur bara hversu niðurdregið fólk verður sem þarf að búa á hótelum. Ferðast frá borg til borgar. Hversu mikið viskí það þarf til þess að deyfa einmana- leikann.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.