Vera - 01.08.1991, Side 11
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA
Viö veröum að
bjarga því litla sem
eftir er af innileik og
hlýju á meöal fólks.
Þaö finnum viö í
fjölskyldunni.
Vinnustaöir eru í
rauninni hin nýja
fjölskylda.
Þaö er synd
aö konur skuli ekki
fyrr hafa gert þœr
kröfur aö sameina
börn og vinnu.
Vonandi fundu þœr hamingjuna í faömi fjölskyldunnar.
Mér finnst erfitt að gagnrýna
dagheimili, af jDví að við þörfn-
umst þeirra. En grundvallar-
skilyrði þess að skapa góða
undirstöðu í sálarlífl barna er að
þau hafi náin tengsl við fullorðna
frá upphafi. Sé barn númer 16 í
röðinni af börnunum á dagheim-
ilinu og tveir fullorðnir eiga að
fullnægja tilfinningaþörfum 16
barna, þá fær þetta barn ekki
mikið. Þetta þorum við ekki að
horfast í augu við vegna þess að
við fáum svo slæmt samviskubit.
Þegar mamman yflrgefur
hálfsársgamalt barn sitt á dag-
heimili til þess að byrja að vinna
grætur hún. Síðan bælir hún
sorgina niður. Vegna þess að það
neyðist hún til að gera. Svo segir
maður að það sé best fyrir börnin
að vera á dagheimili. Ef sex mán-
aða smábörn fá svo mikið út úr
því að leika sér hvert við annað -
þá flnnst mér við borga þessa
leikþörf of dýru verði. Við
neyðumst til að ljúga að okkur
sjálfum og hvert að öðru til að
sætta okkur við að yfirgefa börnin
svona lítil.
Sérðu nokkra lausn á
þessu?
- Þegar samfélagið viðurkenn-
ir að aðskilnaður er slæm lausn
neyðumst við til að flnna aðrar
leiðir. Áður fyrr höfðu konur völd
og áhrif innan veggja heimilanna.
Nú höfum við misst þau völd. En
vandamálið er að við höfum ekki
völd á vinnustöðum heldur.
Konur gangast undir kröfur
vinnustaðanna og það eru kröfur
sem karlmenn hafa búið til.
Konur hafa samþykkt að láta frá
sér börnin til að geta unnið sér
inn eigin peninga. Næsta skref er
að kreíjast þess að vinnustaðirnir
breytist svo að þeir henti betur
þörfum kvenna og barna. Ég er
ekki að halda því fram að í
framtíðinni eigi að setja korna-
barn við hverja tölvu. En ég get
ekki skilið að börnin geti ekki á
einhvern hátt tekið þátt í
atvinnulíflnu. Við erum á leið inn
í annars konar tækni og aðra
atvinnuhætti sem ættu að gera
okkur kleyft að sameina vinnu og
börn. í Danmörku eyðum við
stórum hluta vinnutímans í
pásur og kaffidrykkju. Mörgum
finnst þeir koma litlu í verk í
vinnunni, en eru þar til að þéna
peninga og vegna þess að á
vinnustaðnum finnst þeim þeir
vera eitthvað. En mikill tími fer
þar til spillis. Ég þekki margar
konur sem segjast heldur taka
vinnuna með sér heim, þvi þar
nýtist vinnutíminn betur.
En þú skrifar samt í nýju
bókinni þinni að vinnustaðirn-
ir verðifólki æ meira virði.
- Vinnustaðir eru í rauninni
hin nýja Qölskylda. Nú orðið er
mikið gert úr líðan og persónu-
þroska starfsfólks, það eru
sjúkraþjálfarar á vinnustöðum og
starfsfólki er boðið upp á hug-
leiðslu. Miklir (jármunir fara í að
tryggja tilfinningalega vellíðan
starfsfólksins. Gæði lífsins eiga
að vera á vinnustaðnum. En þar
eiga börnin ekki að vera.
Það er synd að konur skuli
ekki fyrr hafa gert þær kröfur að
sameina börn og vinnu. Kannski
eru konur orðnar svo karlmann-
legar að þær eru búnar að gleyma
grátnum innra með sér þegar þær
þurfa að fara frá börnum sínum.
Ungbarnamæður eru svo ungar
og standa svo neðarlega í valda-
píramídanum að þær hafa engin
áhrif. Þegar þú spyrð hvernig ég
haldi að hægt sé að bjarga fjöl-
skyldunni vil ég svara því þannig
að það verður að flytja íjölskyld-
una þangað sem konan er - á
vinnustaðinn. Það er ekki hægt að
flytja konuna aftur í eldhúsið. Sá
tími er liðinn.
En okkur er samt ennþá
hótað með því.
- Sú hótun er ekki raunsæ í
dag. Konur verða skelfingu lostn-
ar þegar þeim er hótað að senda
þær aftur að eldavélunum. Það er
það versta sem gæti gerst. Eldhús
er annað orð yfir helviti. Þetta er í
rauninni fáránlegt vegna þess að
það sem gert er í eldhúsi er í
hæsta máta lífsnauðsynlegt.
Menning okkar gerir svo lítið úr
þætti aðhlynningarinnar. Að-
hlynning er eitthvað sem vel-
ferðarkerflð sér um og við borgum
fyrir. Auðvitað finnst mér að við
verðum að fá frí frá börnunum
þegar við erum að vinna. En ef við
notum ímyndunáraflið gætum við
skipulagt barnapössun á vinnu-
staðnum og að börnin væru
stundum með í atvinnulíflnu og
stundum sinntu þau eigin verk-
efnum. Verðið sem konur hafa
borgað fyrir sjálfstæði sitt er
ósýnilegt í samíelaginu. Við þor-
um ekki að tala um afleiðingar
frelsis okkar. Við erum hræddar
um að missa það og vera settar
aftur í eldhúsin. Sú hótun hefur
ennþá áhrif og kemur í veg fyrir að
við þorum að gera kröfur um
breytingar. Að vera sendar aftur
inn á heimilin þýðir að við
missum félagsskapinn á vinnu-
staðnum og þá eigum við ekkert
eftir.
Það má segja að konan hafl
losað sig við eitt kerfl feðraveldis-
ins og farið inn í annað. En vinnu-
markaðurinn er miklu stærra og
flóknara kerfl en heimilin og
erfiðara að breyta. Það er auð-
veldara að kljást við yfirgangs-
saman tengdapabba en heilan her
embættismanna. En við munum
ráða við þá á einhvern hátt.
(þýðing og endursögn BÁ)
11