Vera - 01.08.1991, Page 12
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA
ISSKAPURINN ER FULLUR AF KAMPAVINI OG KONFEKTI
g er ógift og barnlaus og mér
finnst oft að ég hafi drýgt ein-
hverja stórsynd með því. Ég ákvað
ung að pipra og stofnaði meira að
segja Piparmeyjasamband Suður-
lands ásamt sjö vinkonum mín-
um (í dag eru þrjár þeirra giftar,
tvær fráskildar og við erum þijár
pipraðar). Það var í aðra röndina
grínfélag en í hina varnarbanda-
lag. Nú er ég komin á fertugs-
aldurinn og langþreytt á athuga-
semdum um fjölskylduhagi mína
og lífsstíl. Stundum tek ég þeim
létt: „Ekki er hægt að giftast þá
enginn býðst“ en stundum
ofbýður mér og verð ég þá jafnvel
að halda aftur af andstyggilegum
athugasemdum eins og: „ertu
ennþá gift þessu líka erkifíili?
Ætlarðu að eiga annað barn með
honum sem hefur aldrei sinnt
hinum börnunum ykkar? Er ekki
kominn timi til að þú hættir að
nota barnið sem skálkaskjól fyrir
eigin leti og framkvæmdaleysi?“
Oft „hugga“ ég mig við að þetta sé
bara afbrýðisemi i fólki, það sjáist
langar leiðir hvað ég er hamingju-
söm og hef það gott... en það er
skammgóður vermir. Það er t.d.
gremjulegt að koma heim úr
skemmtilegu fríi og vera aðeins
spurð að þvi hvort ég hafl „hitt
einhvern“ og að ég hljóti að vera
ástfangin af því að ég líti svo vel
út. Iðulega byrja þessar umræður
um einlífi mitt á jjví að viðstaddar
konur kvarta og kveina yfir eigin-
mönnum sínum sem gera ekki
neitt á heimilinu, eru svo
óábyrgir, eigingjarnir o.s.frv. —
það er óþarfi að tíunda það hér
það kannast líklega flestir við
sönginn. Svo er skipt um um-
ræðuefni með þvi að einhver snýr
sér að mér og segir: Hvernig er
þetta eiginlega með þig ertu
12