Vera - 01.08.1991, Síða 18

Vera - 01.08.1991, Síða 18
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA FJÖLSKYLDU- ÞJÓNUSTA ÞJÓÐKIRKJUNNAR í BURÐARLIÐNUM Á hausti komanda tekur til starfa fjölskylduþjónusta Þjóð- kirkjunnar. Um er að ræða starfsemi þar sem fólki verður boðið upp á almenn námskeið og einkaviðtöl við ráðgjafa, um allt er lítur að hjónabandi, sambúð og Qölskyldunni. Séra Þorvaldur Karl Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður þessarar þjónustu, sem verður til húsa að Laugavegi 13 í Reykjavík og var hann fús til að segja lesendum VERU nánar frá væntanlegri starf- semi og aðdraganda hennar. „Undanfarin ár hafa verið haldin svokölluð hjónanám- skeið í Skálholti og víðar, þar sem boðið hefur verið upp á al- menna fræðslu og umræður varðandi hjónabandið og fjöl- skylduna. Þarna gefst fólki tækifæri til að vera saman yfir helgi, burt frá ys og þys hvers- dagsins. Þessi námskeið eru eins konar angi af þeirri um- ræðu sem verið hefur innan Þjóðkirkjunnar varðandi fjöl- skyldumál undanfarin ár. Vissulega er kirkjan alltaf að fást við íjölskyldur og einstakl- inga í gleði og sorg. Mikill tími okkar presta fer einmitt í ein- hverskonar sálgæslu. Nú á tímum aukinna hjónaskilnaða höfum við verið að velta þvi fyrir okkur hvernig kirkjan gæti staðið að frekari fræðslu og ráðgjöf. Við höfum einnig mikinn áhuga á forvarnarstarfi eins og námskeiðum fyrir hjónaefni. Þar væri farið í ýmsa innviði hjónabandsins t.d. barnauppeldi, fjármál og skyldur einstaklinganna innan sambandsins. Ég held að það sé ekki spurning að þörfin fyrir hvers- konar hjónaráðgjöf hefur auk- ist gífurlega undanfarin ár. Hver einstaklingur stendur frammi fyrir óheyrilegum fjölda möguleika í lífinu, hvort sem það snertir atvinnu, menntun, neyslu eða val á lífsförunaut. Margir vita ekki almennilega i hverju hlutverk þeirra er fólgið innan fjölskyldunnar og þofa ekki álagið sem fylgir skyldum hversdagsins. Þessir einstakl- ingar sjá ef til vill enga aðra leið nema þá að skilja og byrja nýtt líf annars staðar með öðrum aðila. En skilnaði fylgja mikil tilfinningaleg átök, sem snerta jafnt maka sem börn. Og skilnaður er einn af þeim möguleikum sem fólk þarf að kljást við í lífinu. Með fjölskylduþjónustu Þjóðkirkjunnar opnast leið fyrir Qölda fólks til að leita sér stuðnings á erfiðum stundum, auk þess að stuðla að fræðslu og ráðgjöf fýrir alla þá er til okkar leita.“ GG Gefiö meögöngunni léttan og litríkan blœ í fötum frö okkur. Nýjar vörur í hverri viku. Sími 626870 Opið virka daga 10-18 • LaugardagalO-14. f 18

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.