Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 21

Vera - 01.08.1991, Blaðsíða 21
HIN HEILAGA FJOLSKYLDA koma upp. Það er því miður allt of algengt að fólk greini ekki á milli þessara innri og ytri þátta. í staðinn fyrir að gera upp tiliinningar sínar, fer baráttan fram í kringum efnis- lega hluti. Allar nýrri kenn- ingar miðast hins vegar að þvi að hjálpa fólki til að skilja og aðgreina þessa þætti og vinna sameiginlega að viðunandi lausn, í stað þess að berjast með kjafti og klóm hvort í sínu horni, til að ná fram rétti sínum. Réttarhugtakið tekur fyrst og fremst mið af laga- legum þáttum. í tilfinn- ingamálum er mikilvægt að skilja sjálfan sig í samhengi við þær lífsaðstæður sem verið er að glíma við hverju sinni. Sætta sig við tilfinningar sínar og iæra að meðhöndla þær sjálfum sér í hag. Skilnaðurinn er ekki| einungis endir heldur einnig upphaf. Sú endurupp- bygging sem þarf að fara fram eftir skilnað feiur í sér bæði úrvinnslu sorgarinnar og að koma auga á og opna fyrir nýja möguleika hjá sjálfum sér. SIGRÚN: Aðstæður í þjóð- félaginu hafa breyst mikið á undanförnum árum. Fólk hef- ur óendanlega mörg tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og mynda ný sambönd. Margs konar freistingar verða á vegi einstaklinganna og höftin eru minni en áður. Venjurnar til að halda sig við eru heldur ekki eins styrkar og áður fyrr. Það er til dæmis algengara að fóik tengist töluvert sterkum bönd- um í tengslum við starf sitt og það er mjög auðveit að tilfinn- Félagsráögjafarnir Nanna (t.v.) og Sigrún. Ljósm. Kristín Bogadóttir ingarnar ruglist saman. Flestir fara í gegnum skiin- að í von um að losna út úr einhverjum erfiðleikum og þrá eftir betra lífi annars staðar eða með öðrum. Það kemur mörgum á óvart hversu erfitt það getur verið að vinna sig út úr fortíðinni. Bergmáiið úr gamia hjónabandinu ómar oft lengi. Margir eiga einnig erfitt með að tala saman eftir skiln- aðinn og oft hjálpar það fóiki að setjast niður með hlutlaus- um aðila og ræða málin. Sumum gagnast auðvitað vel að tala við góða vini sína og ættingja, en margir vilja ekki draga ijölskylduna inn í einka- mál sín. Bækur um þessi mál KVENNARÁDGJÖFIN hefur gefið út bækling um skilnað, þar sem m.a. er íjallað um réttarstöðu hjóna við skilnað, forsjá barna, eignaskipti og fleira. í formála hans segir m.a. „kvennaráðgjöfin er ætluð konum og veitt af konum. Ef þú ert með spurningar eða vandamál lagalegs eða félags- legs eðlis erum við reiðubúnar til þess að gera okkar besta til að aðstoða þig við að greiða úr þeim.“ Á undanförnum árum hafa hátt á þriðja hundrað konur leitað til Kvennaráðgjafarinnar, til að fá upplýsingar varðandi hafa auk þess komið mörgum að gagni. Það er verst hversu fáar hafa verið þýddar eða samdar á íslensku. NANNA: Það er okkar reynsla og afar ánægjulegt að fólk virðist leita sér hjálpar í hjónabandsráðgjöf mun fyrr, áður en í óefni er komið. Og það hefur einnig aukist að miðaldra fólk leiti sér aðstoðar, ef til vill til að endurskoða samning sem það gerði iýrir kannski íjörtíu árum, með tilliti til breyttra aðstæðna. Við verðum einnig varar við að margar konur á „besta“ aldri vilja skilnað, fyrst og fremst til að geta notið sín betur sem einstaklingar, „vilja linna sjálfa sig“ eins og þær orða það. Þær eru ef til vill búnar að koma upp börnum sínum og óska ekki eftir skilnaði til að komast í ný sambönd. Á ákveðnu ald- ursskeiði er sjálfsmynd kon- unnar svo samofin ijölskyld- unni og margar konur þrá breytingar jaegar börnin eru vaxin úr grasi og ummönn- unar hlutverkinu er lokið. SIGRÚN: Ég svara þvi hik- laust játandi, þegar ég er spurð að því hvort hjónabandið eigi sér viðreisnar von á íslandi í dag. Tíðni skilnaða er ekki einhlítur mælikvarði á hjóna- 21 skilnað. Rétt er að benda konum sem á þurfa að halda, á að nýta sér þessa þjónustu, sem er ókeypis. Sími Kvenna- ráðgjafarinnar er 21500. FÉLAG FRÁSKILINNA eru samtök sem beita sér fyrir fræðslu og félagsstarfi fyrir fráskilið fólk og börn þeirra. Haldnir eru fundir annaðhverl föstudagskvöld kl. 20,30 í Risinu við Hveríisgötu. Nánari upplýsingar veita Kristrún Óskarsdóltir sími: 42275 og Svava Júlíusdóttir sími: 26096. bandið. Skilnaður segir meira um þá staðreynd að við lifum á umbrotatímum og væntingar fólks til hvors annars hafa breyst. Það reynir mikið á mannleg tengsl og ekki síst á parsambandið og foreldra- hlutverkin, þegar félagslegu aðstæðurnar eru jafn óhag- stæðar barnafjölskyldum og raun ber vitni í islensku þjóðfélagi. NANNA: Ég held að í öllum manneskjum blundi sú þrá að eiga náið samneyti við aðra manneskju. Þetta lærum við í okkar fyrstu tengslum og það er eins og við leitum eftir slík- um tilflnningaböndum í lífinu. Við getum liæglega lent í mörg- um skipbrotum, en jiað aftrar okkur oftast ekki frá þvi að reyna aftur að ná sterku sambandi við aðra manneskju. Við mælum þó með því, að fólk fari sér hægt í annað samband eftir skilnað, þvi það hefur sýnt sig að það er mjög erfitt að byija uppá nýtt þegar leifar af gamla sambandinu eru enn til staðar. Þess vegna er mikilvægt upp á framtíðina og lífið eftir skilnað að fyrra samband sé uppgert. Að fólk gefi sér tíma til að kveðjast vel og halda siðan áfram. GG co

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.