Vera - 01.08.1991, Page 27

Vera - 01.08.1991, Page 27
AFMÆLI AÐ FESTA HALANN Á KÖTTINN Teiknuð er stór mynd af ketti (eða öðru dýri). Bundið er fyrir augun ð þótttakendum og er þeim hjálpað að myndinni af kisu. Þeir eiga síðan að teikna rófuna á köttinn og er oft mjög gaman að sjá útkomuna þeg- ar allir hafa fengið að spreyta sig. FUGLALEIKUR (Útileikur) Einn er kóngur, annar karl og hinir fuglar, og fœr hver fugl- anna nafn sitt hjá kónginum. Karl kemur til kóngsins og segir „komdu scell kóngur minn". „Komdu sœll karl minn" svarar kóngur. „Geturðu selt mér fugla?" spyr karl. „Ef þú getur nafn þeirra og nœrð þeim" segir kóngur. Kárl fer þá að geta og nefnir ýmis fuglanöfn; spói, lóa, hrafn, álft o.s.frv. Þegar karl hittir á nafn einhvers fuglsins, hleypur sá í stóran hring og þá á karlinn að reyna að ná honum og klukka hann áður en hann kemst aftur til kóngsins. POTTLEIKUR (Útileikur) Tveir eða fleiri eru tröll og fer tala þeirra eftir því hve margir eru í leiknum. Aðrir þátttak- endur eru menn. Tröllin hafa afmarkaðan reit, pottinn og eiga þau að reyna að ná öllum mönnunum og koma þeim í pottinn. Mennirnir geta veitt mótspyrnu, en mega ekki hjálpa öðrum, en tröllin mega hjálpast að við að ná mönn- unum. Þegar búið er að koma manni í pottinn má hann ekki fara þaðan, nema frjáls maður komi og snerti hann og segi „frels". Eitt eða fleiri tröll gœta pottsins og reyna að koma í veg fyrir að menn frelsi aðra. Ef tröll nœr að klukka þann sem frelsaður er, áður en hann kemst frá pottinum, verður hann að vera kyrr. Af öðrum leikjum sem ekki verða tíundaðir hér, má nefna flöskustút, fram fram fylking, feluleik, eltingaleik, að leika leikrit... 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.