Vera - 01.08.1991, Qupperneq 29
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Teygjuœfingar
eftir
kvennahlaupið.
KVENNA
HLAUPÐ
Þetta byrjaði allt saman um
páskana þegar ein vinkvenna
minna ákvað að fara að þjálfa
fyrir Reykjavíkurmaraþonið.
Flestar sameiginlegar stundir
okkar höfðu farið í að tala um
að nú væri kominn tími til að
hreyfa sig og alltaf átti að byrja
daginn eða helgina eftir. En
sem sagt einn daginn var hún
byrjuð að þjálfa og farin að
hlaupa nokkrum sinnum í
viku. Og auðvitað hafði hún
áhrif og samviskan byrjaði að
naga mig: „Það er fínt veður
núna til að taka einn sprett“,
»Þú hefur nægan tíma í dag, vel
upplögð o.s.frv.", en samt
frestaðist þetta alltaf. Of lítill
tími, átti enga hlaupaskó, bið
eftir því að hafa efni á skóm
o.s.frv. En þegar hún tilkynnti
að Kvennahlaupið væri á
næsta leiti var ekki lengur
hægt að finna afsökun. Þrátt
fyrir allt var þetta nú
KVENNAHLAUP og samviskan
sagði: „Nú ferð þú af stað og
hleypur með kynsystrum
þínum“. Og þar með var það
ákveðið.
Vikan byrjaði með tilhlökk-
un og óhóílegri bjartsýni, það
væri nú ekkert mál að skokka
þessa 5 krn (bjartsýnin var á
það háu stigi að 2 km skokk
var ekki til umræðu). En því
nær sem dró laugardeginum
fór kvíðinn að segja til sín. Ég
hefði átt að taka einhvern tíma
í undirbúning, skokka einn
hring í Laugardalnum (sem ég
reyndi satt að segja eitt kvöldið
þegar enginn sá til, en gafst
fljótt upp). En hvað um það,
bjartsýnin var enn til staðar.
Loks rann stóri dagurinn
upp. vinkonan mætti í hlaupa-
dressinu til að draga mig með
og nú var ekki aftur snúið þó
að kjarkurinn væri
svo til alveg horflnn.
Þegar við komum í
Garðabæinn var
urmull af konum, já
konum af öllum
stærðum og
gerðum. Þetta leit
bara ágætlega út,
maður var ef til vill
ekki svo illa staddur í þessum
föngulega hópi. Það væri
allavega auðvelt að láta sig
hverfa í fjöldann, þvi þarna
skipti vaxtarlag og aldur engu
máli.
Jæja síðan byrjaði hlaupið,
þetta leit út fyrir að vera
auðvelt, en eftir flmm hundruð
metra var ég að hugsa um að
láta 2 km nægja, ég gæti alveg
sætt mig við það. Það væri
alveg óþarfl að reyna við lengri
vegalengd. hún væri bara fyrir
einhverja langhlaupara. En
þegar ég sá að flestar héldu
áfram í 5 km þá kom upp
einhver ókunnug þrjóska
innra með mér. Með þessum
konum ætlaði ég! Á leiðinni
hugsaði ég aðeins um að
komast í mark, hvernig sem ég
færi að þvi. En á miðri leið var
ég alveg búin, komin með
blóðbragð í munninn og þvag-
blaðran komin upp í háls.
Þarna ætlaði ég að hætta, láta
mig hverfa og fá far með
einhverjum bíl í bæinn. En
mitt í þessum hugleiðingum
skokkuðu nokkrar miðaldra
konur framhjá og var ekki að
sjá að þær væru neitt að gefast
upp. Þetta var ekki sjón sem
styrkti sjálfsímyndina, vera
uppgefin og útkeyrð á meðan
30 árum eldri konur tippluðu
flmlega framhjá. Nei, svona
mátti þetta ekki enda og í hug-
anum birtist mynd af stóru
súkkulaðistykki sem mætti
renna niður í maga án sam-
viskubits eftir alla þessa
brennslu, en ekki fyrr en í
mark væri komið. Þetta gaf
aukna krafta og áður en ég
vissi af var ég komin í mark,
gegnblaut, angandi af svita og
aum í öllum skrokknum, en
umfram allt ánægð.
Ég var að springa úr monti
og leit á allar þessar kven-
hetjur i kringum mig, sem
komu sveittar og móðar í
mark. Mikið vorum við hraust-
ar allar þessar konur og allar í
fagnandi sigurvími, sem við
höfðum svo sannarlega unnið
fyrir. Reyndar er ég miklu
meira en ángæð með þetta
afrek okkar kvennanna, ég svif
enn um í sigurvímu. Ég tók
ekki af mér verðlaunapening-
inn næstu daga - þvi að fólk
varð að sjá að ég tók þátt í
KVENNAHLAUPINU. Og hér
verður ekki látið staðar numið,
næsta ár ætla ég að vera i betri
þjálfun og hlaupa flmm
kílómetra með glæsibrag!
Tískuverslunin
Rebekko
Glcesibce
Sími 34000
29