Vera - 01.08.1991, Side 30

Vera - 01.08.1991, Side 30
KVENNABLAÐ KVENN A BL A Ð Nýtt kvennablað var gefið út í Reykjavík á árunum 1940-1967. Guðrún Stefánsdóttir var ritstjóri þess alla tíö og blaðið var gefið út á kostnað og ábyrgð hennar og samstarfs- kvenna hennar, þeirra Maríu Knudsen og Jóhönnu Þórðardóttur. í upphafsorðum Guðrúnar segir meðal annars: „Þótt kvennablað hafi ekki þrifizt hér á landi, síðan að konur fóru að gefa sig við stjórnmálum, og skipa sér í ólíka flokka, er ástæðulaust að trúa algjörlega á framhald þeirra vanþrifa.“ Nýtt kvennablað kom út átta sinnum á ári (nema þriðja árið komu aðeins út fjögur tölublöð) í 27 ár. Efni blaðsins er bæði þýtt og frumsamið. Jóhanna Þórð- ardóttir skrifar t.d. um Sið- Jerðileg vandamál og kven- réíiindi þar sem hún gagnrýnir sögusagnir um íslenskar kon- ur og hermenn. Blaðið birtir reyndar nokkrar greinar þar sem slík umræða er fordæmd og hanskinn tekinn upp fyrir íslenskar konur. Þess er krafist árið 1940 að konur verði ráðnar í lögreglulið Reykja- víkur vegna hins „óvanalega ástands". Bandalag kvenna hafði fyrst farið fram á það árið 1932 að konur yrðu ráðnar í lögregluna og ítrekað beiðni sína árlega upp frá því. Áskoranir bárust einnig frá Barnaverndarnefnd, land- lækni og félagi íslenzkra hjúkr- unarkvenna. „Verkahringur kvenlögreglu mun ætíð liggja á nokkuð öðrum sviðum en lögregluþjónsins. ... Starf lögreglukonunnar liggur fyrst og fremst í því, að koma í veg fyrir afbrot og hjálpa þeim, sem gerst hafa brotlegir til að komast á réttan kjöl aftur. Hún hefir til meðferðar öll mál sem fyrir koma innan lögreglunnar varðandi konur og börn; er álitið að konur hafi næmari skilning á kjörum hinna seku, en þar er oft að finna orsökina til brotsins, og að þær geti því frekar, með leiðbeiningum, fræðslu og ýmiskonar hjálp hindrað að haldið verði lengra áfram á ógæfubrautina... Eitt af alvarlegustu viðfangsefnum kvenlögreglu er siðferðismál í sambandi við ungu stúlk- urnar. ...Virðist sjálfsagt, að konur í lögreglunni eigi við sömu launakjör að búa og lögregluþjónarnir, og njóti sömu hlunninda og þeir.“ Framan af birtust í blaðinu nokkrar greinar tengdar kvennabaráttu, t.d. er grein í 1. tbl. eftir Ingu Lárusdóttur um kvenréttindahreyfinguna í Bandaríkjunum, Evrópu og á íslandi. Fréttir eru frá alþjóða- kvenréttindaþinginu árið 1939 og stefnuyfirlýsing Alþjóða- kvenréttindasambandsins er birt. Einnig er töluvert um stytt útvarpserindi, t.d. um þátt konunnar í menning- arsögunni, stöðuval kvenna, heilsuvernd barnshafandi kvenna og menntun kvenna. Menntun kvenna fær töluvert rými í blaðinu, bæði er ijallað um hússtjórnarskóla og 30

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.