Vera - 01.08.1991, Page 37

Vera - 01.08.1991, Page 37
VIÐTAL mér líður ekki sem besl þá held ég að ég sleppi þvi að fara í heim- sókn.“ Ég hef verið mikið á meþadón klíníkum. Annars vegar tek ég viðtöl við þetta fólk um reynslu- heim þess og hins vegar útbý ég kennslumyndbönd fyrir viðkom- andi hóp. Ég eyddi heilli viku í að horfa á upptökurnar. Það var erfitt. Meþadón er kvalastillandi lyf sem vinnur líkt og morfín en er ekki eins vanabindandi. Það hefur verið notað töluvert við meðferð heróínsjúklinga og þótt gefast ágætlega. Aðferðin er umdeild, því þó lyflð sé löglegt þá er það vanabindandi. Nú er meþadón gefið krakk-neytendum, en krakk er allt annað og verra en heróín. Fólk skaddast miklu meira og mun fyrr. Það er hræði- legt að sjá nýfædd börn mæðra sem hafa neytt krakks á með- göngunni. Ég varð þunglynd. Sumir þessara eiturlyfjaneytenda hafa aldrei unnið „ærlegt“ hand- tak og margir segjast hafa lært að neyta eiturlyfja með foreldrum sínum. Það eru heilu blokkirnar í Bronx sem krakk-salarnir heim- sækja reglulega, banka á dyrnar og bjóða krakk, rétt eins og merkjasölubörnin heima. Það er erfltt að hætta í slíku umhverfi, þeir elta fólk uppi og reyna allt til að fella það. Þetta fólk þekkir ekkert annað líf. Og hvert manns- líf er svo lítils virði. Það er svo auðvelt að ná í krakk hér. - Útsendari VERU tekur heilshugar undir það, ég þurfti að kaupa jafn sjálfsagðan hlut og dömubindi eitt sunnudagskvöld og varð að fara i fjórar búðir áður en ég fann þau. Á leiðinni fór ég hinsvegar fram hjá tólf krakk-sölum - og sá aðra tólf hinum megin við götuna en þeir standa þrír saman á hverju horni í hverflnu og hafa vist úr nógu að moða. Hrafnhildur var að ljúka við að klippa mynd um alnæmi sem þær gerðu í Afríku. - Samstarfskona mín gerði handritið en ég sá um tökur og klippingu. Þetta var mjög spennandi verkefni þvi það var niiðað við innfædda. Alnæmi er útbreitt meðal Afríkubúa, til dæmis hefur 35% almenns úrtaks úr þéttbýli Kigali, höfuðborg Rúanda jákvæða svörun við HIV (alnæmi). Samt vill enginn tala Um sjúkdóminn. Við vorum tæpa þrjá mánuði í Afríku og það var merkileg reynsla. Það stendur Hrafnhildur Gunnarsdóttir meö VERU d leiö í neöanjarðarlestina ó Astor Place. Ljósmynd: Ragnhildur Vigfúsdóitir Ég hef atvinnu mína af hinum dökku hliðum sam- félagsins, en sem betur fer koma smœrri skemmtileg verkefni inn á milli. Ég á fötin mín, bílinn og hálfa mynd- bandsvél! Það er aö sumu leyti sjarmer- andi en það er þreytandi til lengdar aö búa í ferðatösku. jafnvel til að við förum til Rúm- eníu að vinna aðra mynd um alnæmi. Ég er að sækja um styrki til að gera viðtalsmynd við íslend- inga sem eru smitaðir af HIV, um reynsluheim þeirra og viðhorf gagnvart þeim á íslandi. Alþjóða Rauði-Krossinn, sem styrkti Afríku-verkefnið, hefur sýnt þessu verkefni áhuga. Ég hef atvinnu mína af hinum dökku hliðum samfélagsins, en sem betur fer koma smærri skemmtileg verkefni inn á milli. Við erum núna að gera stuttmynd um franska heimspekinginn George Bataille. Það er óneit- anlega skemmtileg tilbreyting. Auðvitað langar mig líka mikið til að gera stuttmyndir fyrir sjálfa mig og hef lokið við einar sex eða sjö þó svo að það sé dýrt í framkvæmd. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þvi að ef ég væri heima hefði ég ekki sömu tækifæri og ég hef hér. Ég fer eflaust einhvern tíma heim, en ekki strax. Auðvitað er viss pressa frá fjölskyldunni og ég er oft með nagandi samviskubit yflr að vera víðs fjarri. - Amerikanar geta alls ekki skilið þetta með samviskubitið! Fjölskyldulengsl hér eru allt öðru visi, íjölskyldur eru mun dreifðari og vegna fjarlægðar hittast þær sjaldan. Reyndar hlaupa vinir oft í Qöl- skylduskarðið. Auðvitað er visst öryggi að vita af því að ég get alltaf farið heim. Ég á fötin min, bílinn og hálfa myndbandsvél! Það er að sumu leyti sjarmerandi en það er þreytandi til lengdar að búa í ferðatösku. Ég bý auk þess við hraðbrautina og maður verður vitlaus á umferðahávaðanum eftir smá tíma. En enn sem komið er er ég tiltölulega ánægð hér. Á meðan nóg er að gera er allt í lagi og svo er þetta alls ekki leiðinlegasta borg í heimi! Við pöntum meira espresso, dásömum New York, tölum um sameiginlega kunningja sem okkur tekst fljótlega að grafa upp... um lifið á íslandi og um Islendinga í útlöndum. Hún segir mér frá draumaverkefninu um „landflótta íslendinga" og ég segi henni frá draumaverkefninu mínu um íslenskar konur í út- löndum. Við svifum hátt og lengi, fullar af framtíðardraumum - veðrið er yndislegt og eins og segir í Svante vísum: Livet er ikke det værste man har, om lidt er kaffen klar! Eftir þrjá espresso erum við færar í flestan sjó. Hrafnhildur þarf að sækja bílinn sinn sem bilaði daginn áður lengst uppi í borg þvi í dag á að „skjóta" og útsendari VERU skellti sér í skemmtigarðinn á Coney Island. RV 37

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.