Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 7
Ur ályktun stjórnar Félags íslsnskra hjúkrunarfræöinga vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga 1. april 1998 "Það er mikið áhyggjuefni þegar stór hóp- ur hjúkrunarfræðinga sér þá leið eina færa að segja upp störfum sínum eg hverfa til snnarra starfa vegna langvarandi óánægju með launakjör og vinnuaðstæður. Á undanförnum árum hefur niðurskurð- Ur og hagræðing á heilbrigðisstofnunum bitnað verulega á aðstæðum starfsmanna. Áomið hefur í ljós að launakjör háskóla- menntaðra starfsmanna heilbrigðiskerfis- ins eru mun lakari en hjá öðrum stofnun- um ríkisins. Heilbrigðisstofnanir eru ekki lengur samkeppnisfærar um starfsfólk við aðrar stofnanir ríkisins, hvað þá við fyrir- tæki á almennum markaði. Er nú svo kom- 'ð að heilbrigðiskerfið er orðið að láglauna- svæði. Yfirvofandi er atgervisflótti hjúkrun- arfræðinga og annarra sérhæfðra starfs- manna frá heilbrigðisstofnunum. Við svo búið verður ekki unað og skorar stjórn Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga á stjórn- völd að snúa þessari þróun við. íslenskt heilbrigðiskerfi er í húfi." Asta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur félagsins. unarfræðingar hafa ekki notið þess. Við vitum að á sömu stofnun og hjúkrunarfræðingar ráða sig til hefur nýútskrifuðum verkfræðingum, náttúrufræðingum og sjúkraþjálfurum, sem eru með sömu lengd menntunar að baki, verið boðið 25 - 40% hærri dagvinnulaun en hin- um nýútskrifaða hjúkrunarfræðingi og 10% hærri laun en deildar- stjóra yfir stórri skjúkradeild sem veltir um 100 til 200 milljónum króna á ári.“ í þessu sambandi nefnir Vigdís dæmi sem hún heyrði af urigu pari sem var að Ijúka háskólanámi sl. vor og hóf störf á Rikisspítöi- um. „Konan er hjúkrunarfræðingur og föst laun hennar voru um 90.000 krónur. Hann er viðskiptafræðingur og fékk strax um 150.000 krónur í grunnlaun." Laun karlahópa gátu hækkaö um 100% Ásta og Vigdís segja að hjúkrunarfræðingum hafi þótt það tilraunar- innar virði að samþykkja þetta nýja launakerfi og reyna að freista þess að nýta lögmálið um framboð og eftirspurn til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga, en í mörg ár hefur verið viðvarandi skortur á þeim til starfa m.a. vegna óviðunandi launakjara. „Mat á menntun hjúkrunarfræðinga gaf þeim mjög litlar launahækk- anir í gamla kerfinu. Við vonuðumst því til þess að í nýja kerfinu, sem hafði það markmið að vera opið og sveigjanlegt, gæfist tækifæri til þess að gera raunverulegan samanburð á launum hjúkrunarfræðinga og annarra stétta og fá þannig vopn upp í hendurnar til þess að krefj- ast þess að fá sambærileg laun og hópar sem hefðu sambærilega menntun. Öll önnur félög háskólamanna tóku þetta kerfi upp. Ef við hefðum haldið okkur við gamla kerfið hefðum við ekki getað borið okkur saman við hina og krafist leiðréttinga," segir Vigdís. Hjúkrunarfræðingar voru fyrsti hópur heilbrigðisstarfsfólks og fyrsti kvennahópurinn sem samþykkti að fara eftir nýja launakerfinu seinni hluta árs 1997. Aðlögunarnefndir voru skipaðar og hafa um 40 nefnd- ir verið starfandi á heilbrigðisstofnunum um allt land við gerð vinnu- staðasamninga. Stéttarfélagið á tvo til þrjá fulltrúa í aðlögunarnefnd og hafa því um 100 hjúkrunarfæðingar tekið þau störf að sér. Ásta segir að mörgum hafi þótt það mikil áhætta að leggja út á þessa braut þar sem flestir hjúkrunarfræðingar höfðu ekki um neinar yfirborganir að semja. „Karlahóparnir voru fljótir að sjá möguleika sína í þessu kerfi og kannanir sýna að þeir ná betri árangri í einstaklingsbundnum samn- ingum. Þeir höfðu líka mikið forskot þar sem voru yfirborganir. Við getum tekið sem dæmi karlahóp sem var á svipuðum grunnlaunum og við, t.d. 100.000 krónum, en var yfirborgaður um 50.000 til 100.000 krónur. Hjá þessum hópi gátu grunnlaunin hækkað á einu bretti upp í 150.000 til 200.000 krónur og síðan var samið um aðra þætti. Vandi hjúkrunarfræðinga er hins vegar sá að við höfum yfirleitt engar yfirborganir og gátum því ekki hækkað grunnlaunin á þennan hátt. En ég tel það vera ákveðið þroskaverkefni fyrir konur að venjast veruleika þessa kerfis og læra að verðleggja sjálfar sig. Þær verða að venjast því að konan við hliðina hafi ekki sömu laun enda hafa ein- staklingar mismunandi eiginleika, menntun eða reynslu sem er grundvöllur launanna. En vissulega er þetta mikið stökk frá því sem áður var og getur tekið langan tíma að láta þetta virka rétt,“ segir Ásta og Vigdís bætir við: „Að breyta kerfi krefst breytinga á hugsunarhætti og það getur tekið mörg ár. í áratugi hafa hjúkrunarfræðingar fengið greitt eftir heildarsamningum og þær hafa getað hringt á skrifstofu fé- lagsins og spurt hvað þær eigi að fá í laun.“ Læknar með þrefalt hærri laun „1. febrúar 1998 átti gerð vinnustaðasamninga að vera lokið og höfðu stjórnendur sjúkrahúsanna ákveðið að laun myndu hækka um 2 til 3%. Hjúkrunarfræðingur sem fékk 100.000 krónur hefði þá átt að hækka í 103.000 krónur á sama tlma og grunnlaun ýmissa karla í opinbera geiranum höfðu hækkað úr 100.000 í 200.000 krónur af því

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.