Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 24
Annadís G. Rúdólfsdóttir 4 PLAYBOY LOFGJÖRÐ UM KARLMENNSKUNA Nýleg útfærsla Playboy á íslenskri fegurð hefur vakið nokkra athygli enda tímaritið frægt fyrir að birta myndir af létt- eða óklæddum konum. Fyrst veltu menn fyrir sér hversu mikið íslensku stúlkurnar væru tilbúnar að sýna, síðan hvers eðlis myndirnar væru. Þar sem búið er að svara spurningunni „hversu mikið“ ætla ég að blanda mér í umræðuna um það hverrar náttúru þessar myndir eru. Sínum augum lítur hver gullið Það fer eftir því við hvern var rætt hvernig af- raksturinn af þessum myndatökum var skil- greindur. Fyrirsætur og Ijósmyndarar lögðu áherslu á að hér væri um smekklegar, list- rænar myndir að ræða. „Við leggjum áherslu á fegurðina og myndirnar eru lofgjörð um stúlkurnar. Þær eru ekki auðmýkjandi heldur geta þær verið hreyknar af þeim,“ sagði Jim Larson myndstjóri Playboy, sem samkvæmt Morgunblaðinu tekur vinnu sína mjög alvar- lega. Stúlkurnar sjálfar lögðu áherslu á að þær hefðu setið fyrir á þessum myndum vegna þess að þær skömmuðust sín ekki fyr- ir líkama sína. Það var ekki verra að þær höfðu haft af því verulegan fjárhagslegan ávinning. Sumum þeirra virtist jafnvel ögn skemmt að það væru til menn sem væru svo vitgrannir að vilja greiða offjár fyrir að sjá rasskinnar og brjóst. - Þetta er frábær um- fjöllun um ísland, heyrðist enn annars staðar og Morgunblaðið lagði áherslu á það hversu mikilsvirtur greinahöfundurinn Bruce Jay Friedmann væri. Á skjön við þessar túlkanir voru svo þær ásakanir margra femínista að hér væri um hreint og klárt klám að ræða þar sem íslenskar konur væru orðnar hráefni í vél feðraveldisins. Þar væru þær niðurlægðar með karlaglápinu sem rænir þær persónu- leika og stíl. Á þakvið þennan málflutning mátti víða greina áherslur hins róttæka femínisma sem telur klámið beina orsök kyn- ferðislegrar misnotkunar og skýrir stöðu kvenna með því að vísa til yfirráða karla yfir kvenlíkamanum og hinni kvenlegu kynveru. í þessu greinarkorni ætla ég að koma með enn eitt sjónarhornið sem einnig er femínískt. Þó svo að taka megi undir margt af því sem komið hefur úr smiðju hins róttæka femínisma eru skýr- ingar hans á tilurð og áhrifum klámsins um margt þröngar og takmarkaðar. Klámið stað- festir vissulega og viðheldur ýmsum af þeim hugmyndum sem við höfum um konur og karla sem kynverur. Það er hins vegar, eins og femínistinn Lynne Segal hefur fært rök fyrir, fremur afleiðing en orsök þess ójafnræðis sem við búum við. Það er heldur ekki hægt að leggja að jöfnu Ijós -, Ijós-, Ijósbláa klámið í Playboy og það sem sést í hörðu klámi. Rétt eins og ástarsögur (sem stundum eru kallaðar kvennaklám), auglýsingar og bókmenntir verður að skoða klámið út frá því menningarlega samhengi sem gefur því merkingu. Meðal spurninga sem femínistar hafa verið að velta fyrir sér er: úr hvers kon- ar samfélagi spretta tímarit á borð við Play- boy og hvers vegna njóta menn (og konur) þess að skoða þetta tímarit? Af hverju eru þessar stöðluðu og einhæfu myndir af kon- um og körlum sem kynverum svo vinsælar í samtímamenningunni? Imyndir ag ímyndanir Lynne Segal, Jane Ussher og fleiri benda á að ekki sé hægt að skýra þá stöðu sem klámið hefur í vestrænni menningu nema með því að skoða þær fantasíur sem það ýtir undir og byggir á. Fantasíurnar eru markaðar af mismunandi stöðu kynjanna í samfélaginu og þeim áhrifum sem það hef- ur haft á samskipti þeirra, drauma, vonir og þrár. Tímarit á borð við Playboy þrífast á slíkum fantasíum. Jane Ussher bendir á að gagnstætt þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af lesend- um klámblaða sem hættulegum saurlífis- seggjum, séu aðdáendur klámblaða iðulega menn sem eru óöruggir um sjálfa sig og hræddir við kynferðislegt vald konunnar. Það er engin tilviljun að unglingsstrákar sækja svo mikið í þetta efni. Þegar þeir „fantasera" með klámblöðunum þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því að slæm frammistaða í ástar- leikjum rýri karlmennsku þeirra eða að konan hafni þeim. Klámblöðin útfæra og matreiða hina kvenlegu kynveru þannig að hún ógni ekki karlmennskunni. Sviðsetning myndefn- isins er þvi ekki lofgjörð um konur heldur lýt- ur hún ákveðnum lögmálum sem er ætlað að uþphefja karlmanninn sem kynveru. Jafnvel þegar karlmaðurinn er ekki sýnilegur er hann til staðar að því leyti að hann er sá sem horf- ir. Ánægjan af lestri Playboy blaðanna felst í því að lesandinn fær að setja sig í fótspor t > 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.