Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 35

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 35
Upphafning hefðbundinna kynhlut- verka Eins og áður sagði einskorðaðist jafnréttis- stefna stjórnvalda á tímum sósíalismans við að stýra konum út á vinnumarkaðinn. Þær höfðu ekki frelsi til að velja. Nú þrá margar konur að sinna heimili og börnum án þess að vera útivinnandi. Á þann hátt hylla þær hefðþundin gildi fjölskyldunnar sem er i full- um samhljóm við íhaldssama stefnu stjórn- málaflokka og kaþólsku kirkjunnar sem er mjög valdamikil í þessum löndum. Markmið stjórnmálaflokkanna er augljóst; með því að styrkja og hylla stöðu konunnar innan heim- ilisins tryggja þeir að meirihluti kvenna hverfi af vinnumarkaði, sem kemur sér vel á tímum mikils atvinnuleysis og efnahagslegrar nið- ursveiflu. Konum er sagt að nú séu þær loksins frjálsar til að sinna þeim hlutverkum sem náttúran og forsjá Guðs ætlaði þeim. Stjórnmálaflokkar, kirkjan og kvenfélaga- samtök beita sér því í sameiningu fyrir því að koma á þjóðfélagslegum skilyrðum sem auðvelda konum að sinna sínu eðlilega kyn- hlutverki. Samanburðarrannsóknir á stöðu kvenna í Austur-Evrópu sýna að þjóðfélagslegir erf- iðleikar í kjölfar breytinganna hafa leitt til þess að málefnum kvenna sé veitt lítil sem engin athygli. Algengt er að konur viðurkenni bágborna stöðu sína en telji að lýðræðisleg- ir stjórnarhættir muni með tímanum tryggja réttindi þeirra. Engin hefð ríkir fyrir kvenna- baráttu því ríkisstýrð jafnréttisstefna sósíal- ismans sá um að tryggja félagsleg réttindi kvenna að ofan. Dagvistun barna, frjálsar fóstureyðingar, barnsburðarleyfi eða réttur til atvinnu, sem vestrænar kvennahreyfingar börðust fyrir áratugum, saman voru sjálf- sögð réttindi þar til þau voru afnumin síðast- liðin ár. Á hinum nýju lýðræðislega kosnu þjóð- þingum mælist þátttaka kvenna innan við tíu af hundraði. Af alls tuttugu ráðherrum í ríkis- stjórnum Ungverjalands, Tékklands og Pól- iands féll eitt ráðherraaembætti í hlut konu i öllum þremur löndunum í fyrstu lýðræðis- legu kosningunum. Staðreyndirnar tala sínu máli og auka enn fremur skilning manns á því hversu erfitt hefur reynst að mynda kvennahreyfingar eða undirbúa jarðveginn fyrir femíníska umræðu. Sjálfsákvörðunarréttur kvenna lít- ilsvirtur - fóstureyðingar túlkaðar sem glæpur Skömmu eftir fall ríkissósíalismans var harkalega vegið að grundvallarréttindum kvenna í Póllandi og Ungverjalandi með því að gera fóstureyðingar ólögmætar með öllu. Fóstureyðing er túlkuð sem glæpsamlegur verknaður og konur og læknar geta átt yfir höfði sér 3-5 ára fangelsisdóm brjóti þau lögin. Fóstureyðing er aðeins leyfð ef með- ganga ógnar heilbrigði konu og barns eða ef þungun hefur átt sér stað eftir nauðgun. Ekki er tekið tillit til félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna þeirra kvenna sem óska eftir fóst- ureyðingu. í báðum löndum studdi kaþólska kirkjan hina nýju lagasetningu opinberlega. En hún beitir sér einnig gegn getnaðarvörn- um og kynfræðslu í skólum. Flvergi annars staðar í heiminum var tíðni fóstureyðinga eins há og í Póllandi, alls 600.000 á ári, sem samsvarar fjölda fæðinga. Margar konur neituðu að nota getnaðarvarnir af trúarleg- um ástæðum en það þótti aftur á móti eðli- legt að fertug kona ætti fimm til sex fóstur- eyðingar að baki. Stjórnmálamenn og kaþólska kirkjan kenna siðleysi sósíalismans um háa tíðni fóstur- eyðinga sem gerði lítið úr móðurhlutverkinu og gerði konur sjálfselskar. Þeir sem aðhyll- ast strangari lög um fóstureyðingar notfæra sér einnig uppsveiflu þjóðernisstefnu og leggja hart að konum að eiga mörg börn í þágu þjóðarinnar. Á þeim tíma sem lögin voru sett myndaðist einskonar bræðralag feðraveldisins og andstefnumanna komm- únismans gegn frjálsum fóstureyðingum. Það beinir athyglinni aftur að veikri stöðu kvennahreyfinga i þessum löndum hversu auðveldlega íhaldssömum öflum tókst að gera lítið úr sjálfsákvörðunarrétti kvenna. I Ungverjalandi áttu sér ekki stað markviss mótmæli kvenna gegn lagasetningunni. f Póllandi skipulagði eina starfandi femíníska kvennahreyfingin (Pro-femina) mótmæla- göngur og stofnaði samtök kvenna á þingi gegn fóstureyðingalöggjöfinni. Þær gagn- rýndu pólitísk ítök kaþólsku kirkjunnar og komu þannig af stað löngu tímabærri þjóð- arumræðu um samband ríkis og kirkju. Kvennahreyfingunni tókst ekki að koma í veg fyrir lagasetninguna en átökin um hana urðu þó upphafið að kvennabaráttu í land- inu. Konurnar sögðu að þær hefðu mætt mjög fjandsamlegu viðmóti sem, ásamt því að lögin urðu að veruleika þrátt fyrir mót- mæli þeirra, hefði dregið úr baráttugleði og samstöðu kvenna í landinu. Samtök kvenna á þingi eru enn starfandi og Pro-Femina verður fjölmennari með hverju árinu sem líð- ur, sem bendir til þess að konur í Póllandi hafi áttað sig á því að kvenréttindi eru ekki nauðsynlegur fylgifiskur töfraorðsins lýð- ræði. Lýðræöi og réttindabarátta kvenna Stjórnkerfi þessara landa bjóða nú upp á möguleika fyrir konur að mynda vettvang fyrir kvennabaráttu. Konur þurfa sjálfar að koma auga á afleiðingar þjóðfélagsbreyting- anna og notfæra sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Reynsla vestrænna kvenna er lýsandi dæmi um að lýðræðislegir stjórnar- hættir þýða ekki sjálfkrafa sömu réttindi fyr- ir alla þjóðfélagsþegna. Á tímum pólitískra og efnahagslegra breytinga reynist valda- kjarnanum auðvelt að benda á brýn verkefni sem krefjast skjótari afgreiðslu en málefni kvenna. Þróun þjóðfélagsins heldur engu að síður áfram og í þeirri þróun gæti feminism- inn sem mannúðarstefna lagt sitt af mörkum til menningarlegra og félagslegra þátta mannlífsins. Með tilliti til hugtaka eins og mannréttinda og jafnréttis hafa femínistar og kvennahreyf- ingar ætíð bent á þá aðgreiningu sem sam- félög okkar byggja á eftir kynjum. Feminísk- ar fræðikonur hafa rýnt í hugtök eins og „þegnasamfélag" og „borgari" og bent á að þau séu kynbundin, þ.e karlkyns. Upphaf þjóðfélagsbyltinganna i Austur- Evrópu voru m.a. mörkuð af mótmælum verkalýðsfélaga, kirkju og pólitískra andófs- hópa sem unnu skipulega gegn ríkjandi stjórnarfyrirkomulagi á áttunda áratugnum. Á sjálfum byltingartímanum léku samtök eins og Samstaða í Póllandi eða Charta 77 í Tékklandi lykilhlutverk í að koma þeirri keðjuverkun af stað sem að lokum leiddi til þess að járntjaldið hrundi. Flægt er að skil- greina þessar hreyfingar sem mannréttinda- samtök enda voru kröfur um borgaraleg og pólitísk réttindi þegnanna höfð í fyrirrúmi. Þau settu sér það pólitíska markmið að skapa lýðræðislegt þegnasamfélag sem stæði vörð um réttindi almennings gagnvart ríkisvaldinu. Flugtakið þegnasamfélag (civil society) fékk vissa endurreisn (félagsvísind- um samhliða stjórnarbyltingunni í Austur- Evrópu. Það er í raun samnefnari fyrir hug- takið borgarasamfélag sem í hugmyndasög- unni má rekja aftur til svokallaðra samfé- lagssáttmálaheimspekinga. í grein minni sem birtist (komandi tölublaði mun ég huga að hlutverki kvenna í pólitísk- um andófshópum á tímum þjóðfélagsbylt- inganna í Miðaustur-Evrópu. Eins mun ég skoða hugmyndafræðilegan bakgrunn hug- takanna með tilliti til femínískrar gagnrýni en femínískar fræðikonur hafa haldið því fram að lýðræðislegt þegnasamfélag móti þann pólitíska mismun kynjanna sem kynjaskipt- ing nútíma þjóðfélaga grundvallast á. ■ Dagvistun barna, frjálsar fóstureyöingar, barnsburðarleyfi eða réttur til atvinnu, sem vestrænar kvennahreyfingar börðust fyrir áratugum saman, voru sjálfsögð réttindi þar til þau voru afnumin síðastliðin ár. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.