Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 8
Launabarátta hjúkrunarstétta yfirvinnan hafði verið tekin inn í taxtakaupið. Við höfðum fengið upp- lýsingar um þessar miklu hækkanir annarra launahópa og það olli mikilli reiði á meðal hjúkrunarfræðinga, sem eðlilegt er þar sem þær voru langt frá því að eiga nokkurn tíma möguleika á sambærilegum hækkunum," segir Ásta. Þær segja að samningur við lækna um sl. áramót hafi gert útslag- ið og valdið gífurlegri reiði meðal hjúkrunarfræðinga. „Þar var samið við lækna um þreföld laun á við hjúkrunarfræðinga sem voru á sama stigi í skipuriti sjúkrahússins. Þessi samningur gerði hjúkrunarfræð- inga meðvitaða um það misrétti sem þær eru beittar og þegar þær fengu upplýsingar um hvað fleiri sambærilegar stéttir höfðu fengið urðu þær enn ákveðnari í að ná fram rétti sínum. Þær fóru að ræða um að eina leiðin til að ná einhverju fram væri að segja upp störfum. Þær fylltust eldmóði og ákváðu að láta ekki bjóða sér lengur að vera láglaunastéttin í heilbrigðisgeiranum. Félagið kom hvergi nærri þess- ari ákvörðun, hún var tekin af hverjum hjúkrunarfræðingi fyrir sig.“ Fer lögmálið um framboð og eftirspurn að virka? Hvemig meta Ásta og Vigdís árangur hóþuþpsagnanna i sumar? „Opinberlega hefur árangurinn verið metinn sem 14 til 15% launa- hækkun yfir línuna en svo á eftir að koma í Ijós hvernig hver og ein getur samið. Með uppsögnunum tókst einnig að þrýsta á um gerð vinnustaðasamninga sem átti að vera löngu búið að Ijúka. Þegar stjórnvöld sáu að hjúkrunarfræðingar fengjust ekki til vinnu með því eingöngu að semja við hverja og eina var ákveðið að kalla félagið til og ræða um vinnustaðasamning á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það olli sumum hjúkrunarfræðingum vonbrigðum því þær höfðu gert sér vonir um að geta náð lengra, m.a. vegna jákvæðra viðbragða fjölmiðla og samfélagsins um að kröfur þeirra væru rétt- mætar. Sem dæmi má nefna að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sem höfðu 89.000 krónur í laun gerðu sér vonir um að ná 160.000 krón- um, sem er nær 100% launahækkun. Niðurstaðan varð sú að lægstu laun hækkuðu úr 89.000 krónum í 106.000 og eftir 25 ára aldur hækka þau meira. Algengt var að laun hækkuðu úr 114.000 krónum í 137.000 krónur, eftir aldri hjúkrunarfræðinganna, og deildarstjórar hækkuðu mest sem ekki var vanþörf á.“ Að mati Ástu og Vigdísar er mikilvægasti árangur uppsagnanna sá að hjúkrunarfræðingum tókst að sýna stjórnvöldum og stjórnendum heilbrigðisstofnana fram á að þær láta ekki lengur bjóða sér launa- misrétti og að stofnanirnar ganga ekki án þeirra. „Vonandi fer lögmál- ið um framboð og eftirspurn að virka í meira mæli á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga," segja þær. „Stöðugur skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum og viðbrögðin hafa ætíð verið þau að loka deildum í stað þess að bjóða í hjúkrun- arfræðinga og semja við þær um laun sem þær geta sætt sig við. Þar hefur líka skort á að þær kunni að verðleggja sig og gera sanngjarn- ar kröfur en undanfarin misseri hafa þær lært mikið í þeim efnum. Margir stjórnendur heilþrigðisstofnana vilja frekar ganga að sann- gjörnum launkröfum heldur en að missa reynslumikla hjúkrunarfræð- inga og þurfa að þjálfa upp nýliða. Hjúkrunarfræðingar sem hafa tek- ið málin í sínar hendur og gert kröfur um iaunahækkanir hafa líkt því samningaferli við gott sjálfstyrkingarnámskeið. Þær finna styrk sinn við að ræða um verðmæti reynslu sinnar og starfa. Vonandi þokast þetta smám saman í rétta átt,“ segja Ásta og Vigdís að lokum. Einnig: • Móttaka þyrlu á slysstað • Sálræn skyndihjálp • Starfslok • Námskeið fyrir barnfóstrur Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp • Sumarnámskeið Námskeiðið er opið öllum 1 5 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur ( skyndihjálp; endurlífgun, meðvitundarleysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. Slys á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma ( veg fyrir sl(k slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir. Skráning á námskeiðin er hjá Rauða kross deildum eða á aðalskrifstofu Rauða kross (slands, slmi 570 4000. + Rauði kross Islands www.redcross.is 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.