Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 25
þess sem faer hörðustu heimasætur og sak- lausustu skólastúlkur til að fletta sig klæð- um. í harðara klámi, þar sem sýndar eru samfarir, vottar ekki fyrir gjörningakvíða og karlhetjunni tekst alltaf að láta konuna fá full- nægingu. Getnaðarlimurinn er enginn niður- lútur aukvisi heldur ávallt [ yfirstærð, bf- sperrtur og tilbúinn að þjóna konunni sem fær aldrei nóg af þessari dýrð. Því harðara sem klámið er því meiri áhersla er á konuna sem síopið, viljugt kynfæri. Málning og myndataka leggja áherslu á opin og þau eru eins galopin og nútímatækni ræður við. Það er allt sýnilegt og þar af leiðandi ekki hættu- legt. Takk Playbay; ég vissi ekki að ég heíði svona falleg(an) rass/brjóst/læri Playboy er ekki í vafa um það að stúlkurnar séu þakklátar athyglinni. Athygli Playboy er staðfesting þess að þær þurfi ekki að skammast sín fyrir líkama sína. Þær þurfa á karlmanni að halda til að kynnast kynverunni í sjálfri sér og þar jafnast enginn á við Play- boy karlmanninn. Þessu til áréttingar bendir miðsíðustúlkan í Islandshefti Playboy á að núna sé hún loksins búin að finna sína innri konu og kynveru. Hún veit loksins án nokk- urs vafa að hún hefur fallegan rass. Fantasí- an sem Playboy ýtti undir er að lesandinn geti orðið þessi karlmaður sem nær að draga út þessar kynferðislegu hliðar á fyrir- sætunni. Þrátt fyrir sakleysið þrá þær leið- sögn hins lífsreynda manns. Feimnislega lyfta þær upp blússunni, girða niður um sig eða rífa upp pilsið í klaufaskap. Bak við sak- leysislegt yfirborðið eða vel snyrtu heims- konuna leynist æviniega lítil, óþekk stelpa sem vill helst horfa undirleit í myndavélalins- una með puttann í munninum. Hún bíður bara eftir að einhver komi og leiki við hana. Ef hann finnur karlmanninn í sér verður hún hans. Tilfinningarnar skipta ekki máli, hennar kveneðli bregst við hans karlmannseðli. Það má greina margar af sömu hugmynd- unum og sjást í Ijósbláa kláminu í ástarsög- um og efni sem er ætlað konum. Báðir miðl- ar leggja áherslu á staðlaðar hugmyndir um kvenleikann og karlmennskuna en með ólíkri niðurstöðu. Hetjan hávaxna með festulega munnsvipinn verður svo hrifinn af heimasæt- unni góðhjörtuðu að hann getur ekki við sig ráðið og verður að giftast henni, hvað sem það kostar. Það er sama hversu harður í horn hann er að taka, hún vinnur ástir hans. Hann getur ekki annað en elskað alla þá eig- inleika sem einkenna staðlaðar myndir kven- leikans. Hún er saklaus, góð og fögur, geisl- ar af innri sem ytri fegurð. Lesendurnir fá að gæla við og njóta þeirrar hugmyndar að með því að vekja upp takmarkalausa ást fái þær karlhetjurnar til að falla að fótum sér. Breytingar á ímyndum kynj- anna Á síðustu árum hefur mátt greina nokkrar áherslubreytingar í bæði kvenna- og karla- blöðum. í kvennablöðum er farið að leggja meiri áherslu á að konan sé kynvera með eigin þarfir. Þó svo að enginn hörgull sé á ráðleggingum um það hvernig eigi að veiða mann og síðan halda honum, þá er greinilegt að konur eru farnar að gera auknar kröfur til karlmanna. Þær ætlast til þess að þeir standi sig bæði á kynferðislega og tilfinningalega sviðinu. í kvikmyndum og auglýsingum má einnig sjá mýkri og tilfinninganæmari karl- hetjur en áður. Þróunin í Ijósbláu karlablöð- unum hefur hins vegar orðið með nokkuð öðrum hætti og tímarit sem gagngert gera út á „drengjamenningu" njóta nokkurra vin- sælda. Drengjamenningin leggur áherslu á kynlíf, fótbolta, fáklæddar konur og það sem strákarnir hafa gaman af að gera saman. Þessar áherslur má m.a. greina hér á landi [ tímaritinu Heimsmynd sem sérstaklega er ætlað karlmönnum. Nýlega birti tímaritið myndir af Unni Steinsson sem vöktu mikla athygli og almenna gleði meðal karlþjóðar- innar. Unnur, sem strákunum hefur fundist fjarlæg og ósnertanleg í drögtunum við lottó- vélina, tilkynnti lesendum Heimsmyndar að hún væri búin að fá leið á að vera góða stelpan. í stað hennar voru því birtar myndir af fáklæddu, óþekku stelpunni sem „ullar“ daðurslega framan í lesendur og þarf á strákunum að halda til að geta skemmt sér ærlega. f Bretlandi hafa félagsfræðingar túlkað framgang drengjamenningarinnar sem merki um sálræna bakrás hjá körlum sem eiga erfitt með að takast á við kröfur samfélagsins og aukin völd kvenna. f grein- ingu sinni á fyrirsætum í Playboy bendir Elfa Ýr Gylfadóttir á að fyrirsæturnar hafa orðið því stelpulegri sem staða kvenna í samfélag- inu hefur vænkast. Elfa Ýr spyr: „Er hugsan- legt að verið sé að koma til móts við karla með svo veika sjálfsmynd að þeir geti ekki horfst í augu við sjálfstæðar nútímakonur?" Landkynning Að framansögðu ætti að vera Ijóst að fyrir lesanda Playboy skiptir fsland álíka miklu máli og gagnsæju brjóstahaldararnir eða bleiku púðarnir sem fyrirsæturnar hvíla upp við. ísland og íslensk náttúra eru einungis hluti af sviðssetningunni. Landkynningin þynnist út [ það að fjalla um hversu óspjall- aðar af allri mengun íslensku stúlkurnar séu. Þær eru hreinar, fallegar og svo Ijóshærðar að þær hljóta að vera lífrænt ræktaðar. fsland er þv( hentugt land fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá Ijóskur. Textinn um land og þjóð undirstrikarfantasíuna og ísland er sniðið að henni en ekki öfugt. Miðaldra og sköllóttur fer greinarhöfundur til fslands þar sem hann hefur heyrt að hér séu svo margar Ijóskur. Það flögrar aldrei að honum að hugsanlega hafi þær engan áhuga á honum. íslensku fyrirsæturnar gera hetjulegar til- raunirtil þess að skilgreina sig í andstöðu við hefðbundna ímynd „glamúr" fyrirsætunnar í þessu tölublaði Playboy. í greininni sem fylg- ir myndunum má af og til greina raddir þeirra þar sem þær leggja áherslu á að þær séu stoltar nútímakonur sem vita hvað þær vilja. Playboy ævintýrið er fyrir þessar stúlkur að- eins hluti af því sem þær skilgreina sig út frá. Kaupandinn vill hins vegar fá það sem hann borgar fyrir og sér það sem hann ætlast til frá Playboy. Myndirnar eru lofgjörð um karl- mennsku hans að því leyti að það skiptir engu máli hversu sjálfstæðar, stoltar og mikl- ir femínistar fyrirsæturnar eru. Þær eru samt sem áður tilbúnar að ganga inn í hlutverk sitt í fantasíunni þar sem þær eru litlar stelpur að leik, hættulausar, brjóstaberar eða brókar- lausar í guðsgrænni náttúrunni. Að lokum: Greinarhöfundur hefur orð á því að íslenskar konur eigi það til að vitna [ þjóð- arbókmenntirnar þegar hitnar í kolunum milli rekkjuvoðanna. Ég verð að viðurkenna að mín helsta ánægja af að lesa Playboy fólst einmitt í því að velta fyrir mér hvaða tilvitn- anir þetta gætu verið. Hér eru nokkrar tillög- ur fyrir konur sem vilja vera þjóðlegar við elskhuga sína: „Það mun oss eigi saka ef atgeirinn er eigi á lofti.“ „Hvað skaltu, sveinn í sess minn?” „Eigi mun ég liggja í hálmi fyrir þig þó að þú sért kurteis og berist mikið á.” ■ 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.