Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 12
Launabarátta hjúkrunarstétta ( Þreytt á sífelldri óánægju með keup □g kjör „í mörg undanfarin ár hef ég fundið fyrir vaxandi óánægju hjá sjálfri mér innan heilbrigðiskerfisins. Ástæðan er aðallega hin slítandi neikvæða um- ræða meðal starfsfólksins. Upphafið er auðvitað launin en óánægjan beinist einnig að kjörum og öllum aðbúnaði. Ég er orðin hundleið á að hlusta á þetta ár eftir ár og nenni því ekki lengur. Þetta virðist aldrei breytast neitt. Ég skoðaði leiöir til að finna mér annað starf og fór í viðskiptafræði." Þetta segir Þórgunnur Hjaltadóttir sem lauk námi frá Hjúkrunar- skólanum 1982 og Ijósmæðranámi 1984. Þá réði hún sig sem Ijósmóðir til Vestmannaeyja og starfaði þar til 1990 þegar hún hóf störf á Borgarspítalanum og síðar á Faeðingarheimili Reykjavíkur. Þegar Ríkisspítalar yfirtóku rekstur þess fluttist hún yfir á Fæðingar- deildina. „Árið 1994 fór ég í sérskipulagt BS nám fyrir hjúkrunarfræðinga við Háskóla (slands og hef samhliða því verið í hálfu starfi á Ríkisspítöl- um. Með breyttu námsskipulagi í Háskólanum hafa opnast fleiri möguleikar til framhaldsmenntunar og síðasta veturinn í BS náminu hóf ég einstaklingsaðlagað aðfararnám í viðskiptafræðum og er nú í mastersnámi í því fagi,“ segir Þórgunnur. Ríkisspítalar of stór stofnun Þegar Þórgunnur fór að skoða leiðir sem stæðu henni opnar var henni ofarlega í huga að fá dagvinnu. „Heilbrigðiskerfið hefur ekki gefið mér möguleika á dagvinnu. Ég hef ekki haft áhuga á að taka að mér stjórnunarstörf enda eru t.d. hjúkrunardeildarstjórar með út- jaskaðri stéttum innan kerfisins. Álagið á þá er langt frá því að vera metið til launa og allir gera kröfur til þeirra - læknar, sjúklingar, ann- að starfsfólk og aðstandendur." Þórgunni finnst Ríkisspítalar vera of stór stofnun og þar er hver starfsmaður aðeins lítið peð. „Það virðist vera sama hvort þú ert eða Meðgöngu- undirfatnaður Stuðningsbelti, sokkabuxur, brjóstahaldarar fyrir brjóstagjöf Póstsendum Laugavegi 4 - Sími: 551 4473 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.