Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 11
Björg útskrifaðist sem hjúkrunarfæðingur 1981. Hún var ekki nema 14 ára þegar hún ákvað að verða Ijósmóðir en þá upplifði hún heima- fæðingu þar sem Helga Níelsdóttir Ijósmóðir kom á staðinn. „Þessi atburður hafði svo mikil áhrif á mig. Störf þessarar konu voru svo tignarleg og einnig hún sjálf. Ég bar mikla lotningu fyrir Helgu,“ seg- ir hún. Björg var í fyrsta hópi Ijósmæðra sem útskrifaðist eftir að hjúkrun- armenntun var gerð að inntökuskilyrði í Ijósmæðranám 1982. Hún hefur víðtæka starfsreynslu, hefur unnið sem Ijósmóðir í Reykjavík og leyst víða af úti á landi, auk þess sem hún hefur sex sinnum starfað á vegum Rauða krossins í stríðshrjáðum löndum um sex til tólf mán- aða skeið í hvert sinn. Síðast starfaði hún sem hjúkrunarforstjóri á 600 rúma stríðsspítala í Kenya í eitt ár, rétt við landamæri Suður Súd- an, en þar hefur ástandið verið skelfilegt eins og alkunna er. „Það hefur tekið mig mörg ár að læra að verðleggja sjálfa mig,“ segir Björg „og almennt held ég að konur í hjúkrunarstéttum eigi erfitt með það. Við höfum svo mikinn áhuga á vinnunni að við gleymum oft að spyrja um launin. En mér svíður það hvernig köllun okkar til starfs- ins er misnotuð, það fundum við vel í sumar. ímyndin um hina fórn- fúsu hjúkku sem gerir litlar launakröfur er lífseig." Tvöfalt vinnuálag í 20 ár Björg segist oftar en ekki hafa unnið tvöfalt alla sína starfsævi, eins og algengt er í stéttinni. í vinnunni fyrir Rauða krossinn er vinnuálag- ið einnig mikið. „Þegar maður er ungur getur maður unnið næstum endalaust en nú, þegar mig langar að hætta svona gegndarlausu vinnuálagi, vakna ég upp og spyr hvað sé eiginlega í boði fyrir mannsekju með 20 ára starfsreynslu sem hefur enn áhuga og ýmislegt fram að færa. Launalega séð er staðreyndin mjög dapurleg. Þegar ég hóf störf á Fæðingadeildinni 1. október 1997 voru grunnlaunin 112.000 krónur og hækkuðu í 116.000 krónur 1. febrúar 1998. Ég fengi hærri laun ef ég væri pizzusendill og gæti auk þess verið óþreytt í frítíma mínum og lifað áhyggjulausu lífi. Þessu starfi fylgir mikið andlegt álag. Mað- ur tekur þátt í sorg og gleði og það snertir mann sem manneskju." Mikið álag er á starfsfólk Fæðingadeildarinnar 24 tíma sólarhrings- ins en þar er neyðarþjónusta fyrir allt landið. Björg vinnur á fæðinga- gangi þar sem vaktabyrðin er mikil og allir þurfa að ganga þrískiptar vaktir. „Það fylgir því mikið álag að vera alltaf að breyta um svefntíma og vera ekki í takt við vinnutíma annarra í samfélaginu. En í launum talið er vaktaálagið allt of lágt," segir hún. Fjölmennar kvennastéttir hafa setið eftir Þegar Björg er spurð hvernig hún meti árangurinn af aðgerðum Ijós- mæðra í sumar segist hún stundum finna fyrir depurð yfir því að ekki hafi tekist að lagfæra launin meira og óttast að það komi niður á starfsgleði Ijósmæðra á stofnuninni. Sjálf er hún stöðugt að bæta við sig, hefur t.d. nýlokið námskeiði hjá Rauða krossinum sem leiðbein- andi í sálrænni skyndihjálp og er farin að halda námskeið á þeirra vegum fyrir almenning. „Það segir sig sjálft að þegar 60 Ijósmæður ákveða að segja upp starfi sínu þá liggur þar mikil óánægja að baki. En okkur tókst að komast í B-ramma kjarasamningsins, sem er fyrir þá sem vinna ekki undir stjórn annarra, enda berum við allar ábyrgð á okkar störfum. Ljósmæður á fæðingagangi fengu einn launaflokk metinn vegna álags og svo á eftir að koma betur í Ijós hvernig samið verður við hverja og eina, þegar framgangskerfið kemst í gagnið. Það getur verið erfitt að semja á einstaklingsgrunni þar sem við erum allar að vinna að sama verkefninu, þ.e. barnshafandi konum þar sem margar Ijósmæður sinna hverri konu. Það er ekki komin reynsla á nýja kerfið þar sem samningar eru einstaklingsmiðaðir. Það er hætt við því að þær sem eru duglegar að pota sér áfram nái lengra en hinar sem vinna verk sín í hljóði." Björg var í hópi sem tók að sér að ræða við stjórnendur spítalans áður en uppsagnafresturinn rann út. Sviðstjóri Kvennadeildar og hjúkrunarforstjóri sáu um viðræðurnar og segir Björg að það hafi verið sérkennileg staða að þurfa að takast á við konur úr sömu stétt um þessi mál. „í lokin var hver og ein tekin i viðtal og hvött til að draga uppsögn sína til baka. Til þess var notaður hræðsluáróður þar sem m.a. var bent á að víða væru deildir reknar með helmingi færra starfsfólki en áður, t.d. gjörgæslan á Landspítalanum, og sagt að við gætum átt von á því sama. Auðvitað taka þessar konur ekki ákvarð- anir um fjármagnið, það gera stjórnvöld og þær eru bara að fram- fylgja skipunum að ofan. En í slagnum um takmarkað fé heilbrigðis- kerfisins hafa fjölmennar kvennastéttir, eins og hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður, komið illa út. Við erum einnig á botninum í saman- burði við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það er erfitt að sætta sig við að auknar kröfur um menntun skuli ekki skila sér í hærri launum hjá okkar stétt eins og öðrum. Við horfum víða á ríkisstarfsmenn með minni menntun fara strax við ráðningu í launaflokka sem við komumst aldrei upp í. Er ástæðan sú að við erum fjölmenn kvenna- stétt eða er alltaf treyst á að við fórnum okkur fyrir starfið sem okkur þykir svo vænt um ?“ spyr Björg að lokum. inausti á 4 stöðum Stórmarkaður bíleigandans Borgartúni 26 Sími: 535 9000 Fax: 535 9090 Bíldshöfða 14 Sími: 567 2900 Fax: 567 3980 Skeifunni 5 Sími: 581 4788 Fax: 581 4337 Bæjarhrauni 6 Sími: 565 5510 Fax: 565 5520 Það er líka hægt að heimsækja okkur á netinu: www.bilanaust.is ii

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.