Vera - 01.10.1998, Side 48
Margrét sat á hækjum við rúmið þegar Snorri
kom í heiminn, beint í hendur hennar....
frænda míns. Þá opnaðist mér nýr heimur og
ekki varð aftur snúið. Þessar bækur voru
hreint ótrúlegar og ekki þær sömu og ég
hafði séð í neinni bókabúð. Balsakas, Kitzin-
ger, bækur um öryggi heimafæðinga, bækur
um heimafæðingar, bækur um fæðingar
kvenna í frumstæðum þorpum Indlands, al-
vöru bækur. Mér leið eins og ég hefði komist
yfir smyglvarning, bækur sem voru bannað-
ar á tímum einræðis. Hvers vegna var þess-
ar bækur ekki að finna í venjulegum bóka-
búðum í Reykjavík og New York? Ég veit ekki
hvernig það gerðist, en næstu vikurnar lækk-
aði bókastaflinn á náttborðinu mínu sem
fjallaði um doktorsritgerðina sem ég átti að
vera að skrifa og heill búnki af krassandi
óléttubókum fékk aðalhlutverk. Ég drakk
þær í mig og velti mér upp úr innihaldi þeirra.
Svo gerðist það í einni skoðuninni að ég
nefndi það við Ingu að mig langaði til að eiga
barnið heima. Fæðingarheimilið áttí að fara í
sumarfrí um það leyti sem ég ætlaði að eiga
og ekki var um neitt dóminókerfi að ræða
Mér fannst ég ekki tilbúin til að láta ókunn-
uga Ijósmóður, sem mér kannski líkaði alls
ekki við, koma inn í jafn viðkvæmt ferli og
fæðingu mína. Ég var búin að byggja sjálfa
mig svo vel uþp og ég vildi ekki láta eyði-
leggja það sem komið var. Væri mér stætt á
að sþyrja vakthafandi Ijósmóður um leið og
ég sæi hana hver væri tíðni spangarskurða
hjá henni, hversu mikið hún notaði mónitor,
hvað konur væru yfirleitt saumaðar mörg
spor hjá henni og hvaða lífssýn hún hefði á
fæðingar? Gæti ég beðið hana að fara ef
mér líkuðu ekki svör hennar? Allt þetta hafði
áhrif á ákvörðun mína. Mér fannst ég sjálf
...síðan stóð hún
á fætur. Takið eftir
naflastrengnum
sem enn er fastur
við fylgjuna.
bera ábyrgð á því að gera allt sem ég gæti til
að fæðingin yrði sem yndislegust.
SKRAPP t ÞRJÁ TÍMA
UPP Á FÆÐINGARH EIMILI
Áfram las ég og það sem ég las um öryggi
heimafæðinga stangaðist heldur betur á við
þá hugmyndafræði sem ríkir hér á landi. Það
fór að læðast að mér sá grunur að það gæti
verið tilfellið að ríkjandi hugmyndafræði
mæðraverndar á íslandi væri byggð á þröng-
sýnni tækni- og forræðishyggju. Ég varð
sannfærðari um að heimafæðing væri
einmitt það
sem hentaði
mér og Inga
kom mér i sam-
band við Guð-
rúnu Jónsdótt-
ur (Lóló), þá
einu sem sinnti
heimafæðing-
um þá. Stóra
stundin rann
upp og ég
missti vatnið.
Þá var Lóló
hins vegar
stödd í Munað-
arnesi í sumar-
fríi. Hún hafði
samt verið svo
almennileg að
lofa mér að
hringja í sig
þegar þar að
kæmi. Ég gerði
það og hún
rauk þegar út í
bílinn sinn
(sem geymdi
töskuna hennar
með öllum
græjunum) og
hentist af stað
til mín þó
klukkan væri að
ganga ellefu
um kvöld.
Þannig biðum
við hjónin í klukkustund og ókum með Lóló í
huganum eftir því sem sóttin hertist. Þetta
gerðist allt mjög hratt og þegar Lóló var
samkvæmt mínum útreikningum í miðjum
Hvalfirði og barnið næstum komið á milli fóta
mér, ákváðum við hjónin að fara upp á Fæð-
ingarheimili. Ég hringdi áður en ég lagði af
stað og fékk þær dásamlegu fréttir að Inga
ætti að byrja á bakvakt eftir nokkrar mínútur.
Ég hikaði ekki við að láta kalla Ingu út og úr
varð yndisleg fæðing í sumarnótt og strax að
henni lokinni fórum við heim með drenginn
litla, klæddan í föt og vafinn inn í sæng frá
Fæðingarheimilinu, því við höfðum náttúru-
48