Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 20
 Vigdís Erlendsdóttir og Ragna Guöbrandsdótt- ir sjá um rekstur Barnahússins. 3 m til verndar þolendum kynferðisofbeldis Nýlega var opnað í Reykjavík Barnahús sem mun annast rann- sóknir og vera vett- vangur tyrir þverfag- legt samstarf vegna barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Kveikjan að stofnun Barnahússins var fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþing- ismanns til félags- málaráðherra um með- ferð kynferðisafbrota gagnvart börnum og hvernig búið sé að þolendum. Vigdís Er- lendsdóttir verður for- stöðumaður Barna- hússins og Ragna Guð- brandsdóttir er sér- hæfður rannsakandi. Vera ræddi við þær um þetta nýja verkefni. igdís er hjúkrunarfræðingur og með BA próf í sálfræði frá HÍ. Hún fór síðan í framhaldsnám til Bergen og lauk þaðan emb- ættisprófi 1995. Ragna er líka með BA próf í sálfræði frá Hí, lærði síðan félagsráðgjöf í Bandaríkjunum og lauk marstersnámi í sumar. Um aðdraganda að stofnun Barnahússins segja þær: „í kjölfar fyr- irspurnar Jóhönnu gerði Barnaverndarstofa könnun hjá barnavernd- arnefndum um allt land á fjölda og afdrifum kynferðisbrotamála gagnvart börnum og skilaði niðurstöðum til félagsmálaráðherra. Könnunin náði yfir fimm ára tímabil og leiddi í Ijós að mál 113 barna komu að meðaltali inn á borð barnaverndarnefnda á ári. Árið 1997 hafði málum af þessu tagi fjölgað í Reykjavík og sú þróun er uggvæn- leg. (framhaldi af könnuninni taldi Barnaverndarstofa að standa þyrfti betur að úrvinnslu þessara mála og lagði fram tillögur um leiðir til úr- bóta. Félagsmálaráðuneytið fól Barnaverndarstofu síðan að koma upp húsi þar sem yfirumsjón með þeirri úrvinnslu færi fram og vorum við ráðnar til þess verkefnis. Starfsemin er tilraunaverkefni til tveggja ára og er undir yfirstjórn Barnaverndarstofu.“ Þegar málið var á vinnslustigi var sérfræðingum frá Bandaríkjun- um boðið hingað til lands til að segja frá reynslunni af hliðstæðri starf- semi sem er rekin í mörgum fylkjum þar í landi. „Starfsemi Barnahússins er með líku sniði og tíðkast í Bandaríkj- unum," segir Ragna. „Málin koma fyrst til kasta barnaverndarnefnda sem gera frumkönnun á þeim og geta nefndirnar fengið aðstoð frá okkur á því stigi. Ef grunur um kynferðislega misnotkun reynist á rök- um reistur er málum vísað til okkar. Okkar hlutverk er að framkvæma sérhæfða rannsókn sem felst í rannsóknarviðtali sem fer fram í sér- útbúnu herbergi þar sem ég ræði við barnið. Viðtalið er tekið upp á myndband þar sem lögreglan stjórnar viðtalinu og barnaverndar- starfsmaður fylgist með um leið og viðtalið fer fram. Upptökurnar er síðan hægt að nota sem sönnunargagn í málinu ef þörf krefur.“ Að loknu viðtali ákveða lögregla og barnaverndarstarfsmaður, í samvinnu við starfsmenn Barnahússins, hvort framkvæma þurfi læknisskoðun. Fullkomin aðstaða til læknisskoðunar er í húsinu og sinna tveir læknarfrá Landspítala henni. í Barnahúsinu verðurtil stað- ar nýtt tæki, sem ekki hefur verið notað hér á landi áður. Það nefnist video-colposcope og gefur möguleika á að mynda áverka á kynfær- um. Á að sinna börnum á öllu landinu „Að loknu rannsóknarviðtali halda lögregla og barnaverndarstarfs- maður áfram sinni rannsóknarvinnu í málinu en starfsmenn Barna- húss sjá um að greina þörf á áframhaldandi stuðningi við fjölskyldu og barn,“ segja Vigdís og Ragna. „Við reynum að gera okkur grein fyrir því hversu mikil áhrif misnotkunin hefur haft á barnið og einnig þörf fjölskyldunnar fyrir meðferð. Við bjóðum upp á viðtalsmeðferð og yfirleitt kemur einhver úr fjölskyldunni með barninu i viðtölin. Einnig verður boðið upp á hópastarf sem eftir er að útfæra betur. I fyrra voru Stígamót með hópastarf fyrir börn (tengslum við Barna- verndarstofu. Allt okkar starf miðar að þvi að nota þekkingu til að minnka álag á börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Verkefni okkar er ekki bara að sinna rannsóknarviðtölunum heldur að veita öllum sem til okkar leita ráðgjöf, og hafa með höndum fræðslu fyrir barnaverndarstarfsfólk, lögreglu o.fl.“ 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.