Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 23
og sagði: "Gig's cancelled. The place is closed." Sá gaur var ömurlegur samningur. Adda: Seinni tónleikarnir voru frábærir. Við spil- uðum með þremur öðrum hljómsveitum á Portland Arms. Það var fullt af fólki en mest strák- ar yfir 25 ára. Pað var mjög jákvætt. Þeir brostu og klöppuðu. Það var gaman. KB. Þar kynntumst við einmitt Jason sem var hljóðmaðurinn okkar. Hann er mjög mikilvæg- ur samningur sem ég skrifa fúslega undir. Vera: Eruð þið femínistar? ÞÖGN Vera: Hvernig er að vera ung kona á íslandi í dag? KB: Hvernig er að vera ung kona á íslandi í dag? Ég veit hvernig er aö vera ung Kristín Björk á íslandi í dag. Ég tala ekki fyrir allar hin- ar konurnar. Adda: Ég er þreytt á kategoríseringu. Ég er ekkert ung kona í þjóðfélaginu. Þjóðfélag er bara hugtak til að koma reglu á samfélagið. Ungar Konur minnir mig á „markhóþa" sem er hræðilegt hugtak. Ég er ekki markhópur! Með því að vera ung kona á íslandi í dag er ég strax komin inn í þjóðfélagslegan ramma og mér er illa við þá. Ég á minn eiginn heima- smíðaða ramma og það er enginn í honum nema ég. Þegar þú segir„ung kona á íslandi í dag" þá átta ég mig ekki einu sinni á því að þú getiráttvið mig. Vera: Erfemínismi úrelt hugtak? Adda: Nei, ekki fyrir þá sem hafa aukin kven- réttindi að markmiði. KB: Femínismi er ekki samningur sem ég skrifa undir. Ég fókusera á ýmislegt í líf- inu og femínismi er ekki eitt af því. Heim- urinn er yfirf ullur af hugmyndum sem mað- ur verður að velja eða hafna. Adda: Það eru samtök sem eru að sinna hagsmunum kvenna og ég treysti þeim fullkomlega fyrir þeim starfa. Sjálf hef ég ekki mikla yfirsýn yfir þjóðfélagslegt sam- hengi. En ef ég kúpla út úr eigin hugar- heimi er ekkert mál að sjá spillinguna grassera. Allskonar hlutir í þjóðfélaginu eru rotnir en mér finnst ósanngjarnt aö dæma íslenska þjóðfélagið eitthvað sér- staklega slæmt. Rotnun viröist vera ó- ! Adda spilar á vatnstrommuna sem er hengd upp i loftið með hákarlareípi. hjákvæmileg í okkar tegund af stjórnkerfi. En af því að mig langar að búa á íslandi reyni ég að sjá já- kvæðu hlutina í þjóðfélaginu. Annars eyði ég tím- anum meira í að rækta sjálfa mig og mín verkefni, alveg burt séð frá því hvað þjóðfélagið er að sþá. Sumir reyna að berjast á móti sþillingunni - þeir fók- usera út - ég fókusera inn. Hver veit, kannski breyt- ist þetta ef ég lendi í einhverju þungavigtarmisrétti, t.d. LÍN. Ég á það eftir. Vera: Er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri að lokum? Adda: Já, vinkona mín vill að ég móðgi sig, helst í sjónvarpi en tímarit verður að duga. Vera: Ó??!i Adda: Flestar konureru ágætar, nema Dísa, hún er ömurlegur pappír. KB: Fólk er misvelheppnað eintak af manneskjum og það borgar sig ekki að skrifa undir þessi illa heþþn- uðu. Við viljum líka þakka Dúdda Marels fyrir innblást- urinn og andlegan stuðning. Vera: Er einhver á bíl? ENDIR GRÍMA Álfheimum 4 • sími: 553 3133 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.