Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 47

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 47
um sfma gerði gæfumuninn og ég hef reyndar aldrei skilið af hverju konum er ekki boðið að koma í fyrstu skoðun um leið og þær vita að þær eru með barni. Það eru einmitt fyrstu vikurnar sem eru erfiðastar andlega og líkamlega. Þá gerist mest og besta tækifærið gefst til að dæla fólinsýru, fræðslu og kjarki í konurnar. Það verður bara að hafa það þó það kosti peninga og vitað sé að svo og svo margar konur komi til með að missa fóstur. Ég þurfti í það minnsta heldur betur á uppörvun að halda eftir að hafa ælt að minnsta kosti tíu sinnum á dag en varð að halda andliti í vinnu. Fæða BARA ÖFGAFULLAR, BANDARÍSKAR „FLOWER POWER" KONUR HEIMA? Loksins rann upp fyrsta skoðun hjá Ingu, en það voru ekki okkar fyrstu kynni. Ég frétti fyrst um hana þegar ég hringdi ófrísk að miðdrengnum mínum á Heilsuverndarstöð- ina frá Bandaríkjunum vorið 1995 og bað Margrét var í leikfangalaug á stofugólfinu á meðan hríðarnar gengu yfir. Már og Ari fylgjast með. konuna á skiptiborðinu um að vera svo væna að skrá mig í skoðun hjá þeirri Ijós- móður sem væri óhrædd við náttúrulegar fæðingar því ég væri að flytjast til landsins og vantaði Ijósmóður til að taka við af þeim bandarísku sem höfðu annast mig fram til þessa. Konan á skiptiborðinu hikaði ekki andartak og tefldi fram trompinu sínu, henni Ingu. Líklegast hefði ég aldrei komist svona að orði við konuna á skiptiborðinu ef ég hefði ekki orðið ófrísk í Bandaríkjunum í landi neytandans. Þar lærði ég að enginn annar en ég sjálf getur borið ábyrgð á þeirri þjónustu sem ég fæ og að það er alveg sjálfsagt að gera kröfur um persónulega mæðravernd. Ég hafði verið í skoðun á einkareknu fæðingarheimili í Princeton sem ég vildi, íslenskra kvenna vegna, að væri staðsett í Reykjavík. Þar störfuðu nokkrar Ijósmæður sem auk mæðraverndar sáu um ungbarnaeftirlit og getnaðarvarnir kvenn- anna sem sóttu til þeirra. Á fæðingarheimil- inu Familyborn voru alltaf konur og börn í skoðun á annarri og þriðju hæð en á fyrstu hæð og í kjallara voru fæðandi konur. Bíl- skúrinn var notaður í foreldra- og systkina- fræðslu. í fyrsta viðtalstímanum var ég spurð hvort ég hefði mótað mér skoðanir um fæðinguna, en mér stæði til boða fæð- ing á fæðingarheimilinu, fæðing á sjúkra- húsi bæjarins í fylgd þeirrar Ijósmóður sem annaðist mig, eða heimafæðing. Líklegast nefndi hún mun fleiri kosti en ég missti at- hyglina og hengdi mig í þetta með heima- fæðinguna. Það flaug í gegnum huga mér að líklegast væri best fyrir mig-að hypja mig út frá þessum Ijósmæðrum þegar í stað því þær væru svona dæmigerðar, öfgafullar, bandarískar hugsjónakonur og þeim myndi ég nú ekki treysta fyrir lífi mínu og limum. Hvað um öryggið? Hvað um öryggið? var spurning sem ómaði í höfði mér vel upp- fræddum íslendingnum. Ég ætlaði ekki að trúa því að hún nefndi heimafæðingu sem hvern annan valkost og það hvarflaði ekki að mér á þeirri stundu að slíkt gæti nokkurn tíma hentað mér. Ég hélt að einungis skrítn- ar og ótrúlega hugrakkar flower power konur, eins og grasalæknirinn vinkona min, ættu börn heima hjá sér. Það eina sem ég ætlaði mér var að ganga fulla meðgöngu og eignast ekki annan fyrirbura. Þrátt fyrir að mér ofbyði frjálslyndi bandarísku Ijósmóður- innar ákvað ég að hinkra við og at- huga hvernig mér litist á. Sem betur fer gerði ég það því þjónustan var fyrsta flokks. Kon- urnar mældu sjálf- ar eggjahvítuna í þvaginu og sáu um vigtun, nokkuð sem var liður í að axla ábyrgð á eigin heilsu. Eftir því sem á meðgönguna leið beindist áhugi minn aðallega að því að lesa félags- fræðilegar og sál- fræðilegar fræði- greinar um það hvernig konum sem létu fara sam- an akademískan starfsferil og barnauppeldi reiddi af. Óléttu- bækurnar í bóka- búðum vöktu ekki sérstakan áhuga minn. Þær bættu engu við það sem ég hafði lesið á fyrstu meðgöngu enaa yfirborðsleg- Útvíkkunin byrjuð. Inga hellir vatni á bak Margrétar og Már heldur í hendur hennar. ar, flestar skrifaðar af læknum og út frá þeirri sýn að barnshafandi konur séu ekki spenn- andi fyrr en þær eru orðnar afbrigðilegar. Það var ekki fyrr en ég kom til Islands að ég fékk lánaðan stafla af óléttubókum hjá konu , \ œ/iu/N lU/N// IsfUZ/ með nuddi Grœðandi nuddolíur ^fo/ía &fóirkiolía (&/'{(j/'exiso/ia Yndislegar olíur úr lífrænt ræktuðum og villtum jurtum. Olíumar fást m.a. í heilsubúðum og apótekum um land allt, þar liggja frammi bæklingar með leiðbeiningum um notkun. Framleiðandi: Móðir Jörð, Vallanesi, Fljótsdalshéraði. Dreifing: Móðir Jörð og Lyfjaverslun íslands. rc&Á/r//t /tcí//ú r //o er/t c// 47

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.