Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 49

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 49
lega ekki hugsað út f slíkt aukaatriði. Inga ók á eftir okkur í Bensinum sínum. Það voru engir aðrir bílar á ferð þessa sumarnótt og móðir mín, sem var heima að gæta elsta sonarins, hefur enn ekki jafnað sig á því að passa fyrir dóttur sína í þrjá tíma á meðan hún brá sér af bæ til að eignast barn. TlL HVERS ER SÓNAR- SKOÐUN? Víkjum nú aftur að heimafæðingunni sem heppnaðist svona glæsilega. Undirbúning- urinn fyrir hana var langur og mér finnst að- dragandi fæðingarinnar alveg jafn mikil- vægur og órjúfanlegur þeirri heild sem náð- ist. Nú las ég aftur allar skemmtilegu óléttu- bækurnar (sem ég fékk á ný lánaðar hjá konu frænda míns) og við bættist Caroline Flint. Þar að auki skráði ég mig á umræðu- lista um heimafæðingar á Internetinu, en það varð til þess að mér fannst ég aldrei vera alein og með einkennilegar skoðanir eins og á meðgöngunni á undan. Mér bár- ust stundum 50 skeyti á dag þar sem kon- ur alls staðar að úr heiminum, Ijósmæður og kúnnar þeirra, veltu fyrir sér hugmynda- og aðferðafræði heimafæðinga. Eftir að hafa fylgst með umræðunni um stundar- sakir sá ég að ég yrði að athuga möguleik- ann á vatnsfæðingu. Ég pantaði mér videó um vatnsfæðingar frá San Francisco þar sem gúrúinn Odant lýsti dýrðinni og enn skildi ég ekki af hverju ástandið á Islandi var eins og raun ber vitni. Reyndar var vígð fæðingarlaug á Selfossi um svipað leyti og ég var á kafi í hugmyndum um vatnsfæð- ingar en viðtalið sem birtist við lækninn þar var í hróplegri mótsögn við framförina sem laugin bar með sér. Læknirinn á Selfossi, sem varð fyrir svörum i fréttum sjónvarps- ins, talaði um allt það sem hann leyfði konunum eða léti þær gera. Þær máttu líka ýmislegt, en ég varð ekki vör við að þær vildu neitt eða réðu neinu sjálfar. Svipað rak ég mig á við sónarskoðunina á Landspítal- anum. Þar misbauð mér svo hrapallega að fá ekki að hafa elsta son minn með í skoð- unina að ég fór í sónar til Keflavíkur þar sem yndislegur kvenlæknir samræmdi tæknilega sónarskoðun Ijúfasta fjöskyldu- viðburði. Ég legg hér með til að upplýsinga- bleðillinn um sónarinn verði endurskrifaður og sónarskoðun felld inn í heildstæða fjöl- skyldustefnu þar sem dómgreind foreldra er treyst til að leggja mat á hvort börn geti verið viðstödd sónarskoðun. Sem bók- menntafræðingur greindi ég textann í bæk- lingnum og segi ég ekki hér hvað kom út úr því. Niðurstaðan var í það minnsta ekki sú að tilgangurinn með sónar sé að koma til móts við konur og þjónusta þær, heldur virðist vera mikið kappsmál að reikna út upp á dag hvenær konan muni eiga barnið og koma í veg fyrir að konur haldi að són- arskoðun eigi að vera einhver skemmtun. Toppurinn finnst mér vera að sónardagur er tekinn fram yfir vissu konu um eigin tíða- hring í meðgönguskrá og að inn í þennan vísindalega útreikning sónarskoðunarinnar er ekki tekin með lengd tíðahrings hinnar barnshafandi konu. ELSTI BRÓÐIRINN HAFÐI ÁKVEÐIÐ HLUTVERK Eftir því sem á meðgönguna leið urðu skoðanir tíðari og samband okkar Ingu styrktist. Hún þekkti mig vel, eftir að hafa fylgt mér í einni meðgöngu, fæðingu og sængurlegu, og nú man ég ekki lengur hvenær ég sagði henni að nú yrði hún að stíga skrefið til fulls og taka á móti hjá mér í heimahúsi. Ég minnist þess þó að hafa æft mig í að biðja hana um það á meðan ég vaskaði upp kvöldið áður. Innst inni var ég viss um frá upphafi að svo færi. Að morgni 1. maí vaknaði ég um sjöleytið við verki sem leyfðu ekki frekari svefn. Stóra stundin var runnin upp í blossandi maísól, kennslu hjá mér var lokið og ég mátti loksins vera að því að eignast barnið. Við hringd- um í Ingu, ég fór í sturtu og Már, maðurinn minn, hófst handa við að taka til fæðingar- laugina sem við höfðum keypt í leikfangaverslun í Kringlunni. Brynja systir mín kom og náði í Bergþór, miðstrákinn, sem var ekki orðinn tveggja ára og Dagný, æskuvin- kona min, mætti á staðinn til að vera Ara, elsta syni okkar, til halds og traust í fæðing- unni. Ari var sex ára og okkur fannst ekkert eðli- legra en að hann væri viðstaddur. Það þótti mér hins vegar ekki þegar Bergþór fæddist, en eftir því sem ég las meira og varð öruggari með mig fannst mér nærvera Ara æskileg. Við undirbjuggum hann með því að fela honum að taka fyrstu myndina af litla bróður. Þannig var hann kominn með hlutverk og vissi hvað hann var að gera þarna. Eins sögðum við honum að við fæð- inguna kæmi blóð, en það væri gott blóð sem hann þyrfti ekkert að óttast. Þegar á hólminn var komið var Ari í fótbolta með æskuvinkonu minni mestan hluta útvíkkun- arinnar. Hann kippti sér ekkert upp við það sem átti sér stað og þegar ég var komin á annað stig fæðingarinnar og var á hækjum mér við rúmstokkinn minn, lá Ari á gólfinu hjá mér. Ég sagði honum að koma og sjá kollinn sem væri kominn en í því fann ég að ég var tilbúinn að taka Snorra í hendur mér. Enginn sá fæðinguna því betur en Ari sem stökk hæð sína í loft upp. Eftir á spurði ég hann hvernig honum hefði þótt að vera við- staddur. Hann sagði eins og honum er lag- ið: „Bara fínt“. Þá spurði ég hann hvort honum hefði ekki þótt erfitt að sjá allt blóð- ið. Mér til furðu sagði hann mér að það hafi alls ekki verið neitt blóð, heldur hafi Snorri Nú er réttí tímínn a<5 byrja ájóUhandavínnunní Eígum tíl úrval af fallegumjólaútsaum og föndurvöru Nýja skíðapeysublaðíð VAIL 1999 frá OALE komíð, ásamt nýjum lítum (Jarn og úaman • Smíðjuvegí 68 (gul^ata) • Símí: 564 3988 ■ 49

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.