Vera


Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Vera - 01.10.1998, Blaðsíða 9
135.000 krónur eftir sex ára háskólanám Jenný Inga Eiðsdóttir og Valgeröur Lísa Sig- urðardóttir voru í fyrsta hópi Ijósmæðra sem útskrifaðist frá Háskóla íslands í febrúar 1998. Það er í fyrsta skipti sem Ijósmæður stjórna eigin námi undir forystu Ólafar Ástu Ólafsdóttur. Ekki hafa útskrifast Ijósmæður síðan vorið 1994 þegar síðustu nemendurnir luku námi við gamla Ljósmæðraskólann. Jenný og Valgerður eru því Ijósmæður og hjúkrunarfræðingar með sex ára háskólanám að baki. Eftir að hafa lokið tveggja ára námi í Ijósmóðurfræðum, til viðbótar við fjögurra ára hjúkrunarnám og 10 ára starfsreynslu, voru þær settar í A - ramma sem er ætlaður byrjendum í starfi og þeim sem vinna undir stjórn annarra. Þær eru aö vonum mjög ósáttar við það. Hjúkrunarfræðimenntun er skilyrði fyrir inngöngu í nám í Ijósmóðurfræðum og algengt er að hjúkrunarfræðingar fari í námið eftir að hafa starfað í nokkur ár við almenna hjúkrun. Þannig voru fjórar af átta manna hópi nýútskrifuðu Ijós- mæðranna með 10 ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingar og orðnar 35 ára. „Það er nánast útilokað að hjúkrunarfræðingur með svo lang- an starfsaldur fái greitt eftir A - ramma, yfirleitt færast þær í B - ramma eftir 5 ára starf. Eftir að hafa lokið embættisprófi í Ijós- móðurfræðum, með þeim réttindum og ábyrgð sem Ijósmóður- störfum fylgja, erum við mjög ósáttar við að vera metnar eins og byrjendur," segja Jenný og Valgerður. Þær fá greitt eftir launaflokki A - 7, sem þýðir 135.315 krónur sé miðað við 35 ára aldur. Til samanburðar má nefna að nýút- skrifaður hjúkrunarfræðingur undir 25 ára aldri með enga starfs- reynslu, fer í A - 5 launaflokk og fær 123.000 krónur. Þær vilja að sjálfsögðu að sex ára háskólanám sé metið til launa og bera sig saman við aðrar háskólastéttir. „Þegar BHM tókst að semja um að óunnin yfirvinna væri metin inn í taxtakaup náðist veruleg kjarabót fyrir margar stéttir á meðan við sitjum eftir með 135.000 krónur í grunnlaun og hræðilega illa launað vaktaálag fyrir að ganga vaktir allan sólarhringinn." Þó að Jenný og Valgerður séu metnar eins og byrjendur bera þær jafn mikla ábyrgð og aðrar Ijósmæður sem ekki eru vaktljós- mæður. „Þegar ég byrjaði var mér sagt að ég gæti fengið sex mánaða aðlögun og myndi svo hækka í launum," segir Jenný. „Ég samþykkti það og bað um aðlögunarprógram en þegar ég fékk það í hendur var mér jafnframt sagt að ekki yrði hægt að fara eftir því. Sú varð líka raunin, það var bara gert í einn dag og síðan hef ég unnið eins og hinar og borið jafn mikla ábyrgð.“ Valgerður tekur undir þetta og segir að engin sé að horfa yfir öxl þeirra þegar þær eru að störfum. „Þegar við komum á vakt göngum við í þau störf sem bíða. Allar Ijósmæður hafa aðgang að vaktljósmóður ef eitthvað kemur upp á og þegar kemur að Valgerður Lísa og Jenný áttu að baki 10 ára starf sem hjúkrunarfræðingar þegar þær hófu Ijósmæðranám við Háskóla íslands. fæðingu köllum við, eins og aðrar Ijósmæður, aðra okkur til aðstoðar. Eini munur- inn er að við tökum ekki að okkur að kenna nemum fyrsta hálfa árið.“ Og Jenný bætir við: „Við höfum auðvitað ekki reynslu eldri Ijósmæðranna en við berum sömu ábyrgð og þær. Auk þess er mjög hart að þessi nýja háskólamennt- un sé einskis metin. f núverandi kerfi hækkum við um einn launaflokk en þeir voru tveir áður.“ Landspítalinn rekur láglaunastefnu Þær segja að launamálin á Landspítalanum séu í miklum ólestri eftir það umrót sem varð þegar hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður sögðu upp störfum og að enn 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.