Ljósmæðrablaðið - 01.07.1972, Side 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
61
jurta- eða dýraríkinu. Samhengið milli neyzlu kolvetna
og kolestorols í blóði er mun ákveðnara en milli fitu og
kolesterols.
Kolesterolmyndunina er hægt að takmarka með neyzlu
eggjahvítuefna.
Nýjar tölur frá Mjólkursamsölu Reykjavíkur sýna að
mjólkurneyzla stendur hér í stað, en eykst ekki eins og
flest önnur matvælaneyzla. Ekki er þó hægt að greina
samdrátt. Neyzla mjólkurafurða er alltaf nokkuð háð
niðurgreiðslum, en hún fer greinilega vaxandi einkum
með tilkomu þeirra nýjunga, sem nú eru komnar á mark-
aðinn. Þar má nefna ísframleiðslu, sem eykst nú hröðum
skrefum, síðan hefir komið sýrður rjómi til matargerðar,
súkkulaðimjólk og nú að lokum Yougurt en vinsældir
hennar hafa orðið það miklar að eftirspurn er mun meiri
en framboð.
Ostaneyzsla hefir aukizt verulega undanfarin ár og er
nú um fimm kíló á mann að meðaltali árlega. Ostaneyzla
jókst reyndar lítið síðasta áratug en tók við sér fyrir
þrem árum og hefir aukist um 40—50% á þeim tíma.
Hér eru framleiddar milli 20 og 30 tegundir osta, sem
skiptast í þrjá meginflokka. Fyrst eru svokallaðir fastir
ostar, mest 30 og 45% mjólkurostur og selst sá flokkur
bezt. Þá koma mysuostar og loks smurostar. Ostarnir eru
gerðir eftir erlendum hugmyndum yfirleitt og standast
fyllilega samanburð við erlenda. I fyrra voru framleidd
hér um 900 tonn af ostum en framleiðslan fer nokkuð
eftir árferði og mjólkurmagni.
Smjörfjallið margumtalaða er horfið. Aðeins eru eftir
um 250 tonn og eru það eðlilegar lágmarksbirgðir, þar er
um mánaðarneyzla. Smjörneyzla er nú 7.7 kíló á mann og
fer nokkuð eftir efnahag og niðurgreiðslum.
Framleiðsluráð landbúnaðarins gefur þær upplýsingar
að íslendingar séu mesta mjólkurþjóð í heimi. Hvert ein-
asta mannsbarn á landinu drekkur að meðaltali um 280