Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 8
6
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
um. Enda varð mér oft hugsað til hennar, ekki sist eftir að ég fór
að starfa ein. Blessuð sé minning Þuríðar.
Um mánaðamótin september og október 1932 var skólanum
sagt upp. Ég fór vestur í Staðarsveit á Snæfellsnesi, í það umdæmi
sem ég lærði fyrir og starfaði þar í 27 ár.
Fyrsta fæðingin sem ég hafði, var hjá fyrstfæðandi konu, 5.
janúar 1933. Þá fann ég, í fyrsta en ekki í síðasta sinn, til þeirrar
miklu ábyrgðar, sem ég hafði tekist á hendur, ekki síst þegar ég
hlugsaði til þess, að vera kannski með þrjú líf í höndunum eða
fleiri, og lagt frá allri hjálp. Þegar ég var við þessa fyrstu fæðingu
var ég ekki búin að fá ljósmóðurtöskuna, var aðeins með smáveg-
is af nauðsynlegustu meðulum, bómull og skæri. Með þetta Tagði
ég á stað í mína fyrstu ljósmóðurferð. Fæðingin gekk nokkuð
seint, en samt allt í eðlilegu lagi, og þegar lítil stúlka fæddist, vel
lifandi og rétt sköpuð, var mikil hamingja á heimilinu eins og
nærri má geta og sannarlega var það stór stund í lífi okkar beggja,
mínu og ungu móðurinnar. Þegar ég var búin að ganga frá móður
og barni eftir föngum og konan sofnuð, gaf ég mér loksins tíma til
að hugsa og þakka fyrir hvað allt hefði gengið vel. Já, — en hvað
var framundan? Þeirri spurningu fékk ég ekki svar við, það varð
allt að koma á sinum tíma í ljós og því yrði að taka sem að hönd-
um bæri. Ég eyði ekki orðum að þeim tilfinningum, sem bærðust í
huga mínum þessa hljóðu og kyrru vetrarnótt, en stefin sem urðu
til þessa nótt og sem æ síðan hafa komið i huga minn við hverja
fæðingu sem ég hef haft, set ég hér.
Liðin er stundin stranga.
Stend ég með barn undir vanga.
Móðirin blundar á beði.
Bjart er í mínu geði.
Ég treysta má örugg Hans orðum,
öllu sem lofaði Hann forðum.
Árin mín fel ég þér faðir,
framvindu starfs míns og kvaðir.
Seinna þennan sama vetur tók ég á móti fjórum börnum og var
ekki með neitt til fæðingarinnar nema það sem ég hef Iýst hér að