Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 3 Herdís Jónsdóttir, ijósmóðir, Hveragerði Minningabrot Ég er fædd 3. júlí 1910 í Hvolsseli í Saurbæ, Dalasýslu. Foreldr- ar; Sigríður Ólöf Andrésdóttir frá Fremri-Brekku í Saurbæ, Dala- sýslu og Jón Guðmundsson frá Níp á Skarðsströnd. Þau bjuggu eitt ár i Hvolsseli, en fluttu með mig ársgamla að Hvammi í Hvammssveit og bjuggu þar í eitt ár á móti séra Ásgeiri Ásgeirs- syni. Síðan fluttu þau að Hellu í Beruvík í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi og bjuggu þar í sex ár, eða þar til pabbi lést, 24. júní 1918, 37 ára gamall. Eftir að þau komu að Hellu, kenndi pabbi á veturna við barna- skólann á Hellissandi, þá kom það í hlut mömmu að annast búið allan veturinn. Það kom því af sjálfu sér, að ég gætti systkina minna, þar sem ég var elsta barn, en við urðum sex börnin, öll sitt á hverju ári. Oft komu skurðir og skrámur á litla putta og víðar, en aldrei stóð á mér að lækna allt slíkt, mér þótti strax ákaflega gaman að fást við þess háttar, en aldrei var ég áhugasöm með að vera við, þegar mamma var að eiga börnin. Þá forðaði ég mér út, og kom ekki nálægt meðan á því stóð. Líklega hef ég verið um 10 ára, þegar mamma fékk slæma ígerð aftan á hálsinn. Læknir var sóttir til Ólafsvíkur, var það Halldór Steinsen, sem lengi var þar læknir. Skar hann í ígerðina og sagði að hafa þyrfti kera í sárinu, svo ekki gréri of fljótt saman. „Hvern hefur þú til þess,” spurði hann mömmu. „Ætli hún hjálpi mér ekki við það,” — og mamma benti á mig. Læknirinn leit á mig og sagði: „Hvað ætli stelpukrílið geti það,” en skildi þó eftir sára- bindi, sáravatn og bómull. Ég varð alveg hugfangin að sjá svo

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.