Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 12
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ,,Þing á vegum Norðurlandaráðs um fæðingastofnanir á Norðurlöndum haldið á Lysebu í Osló, 24. og 25. september 1980 mælist til við Norðurlandaráð: Að það með tilliti til að styrkja stöðu fjölskyldunnaí í sam- bandi við fæðingu barns, skipi norrænan starfshóp til að vinna að leiðbeiningum varðandi reglur og réttindi á fæðingastofnunum i sambandi við konuna, maka hennar / nánustu fjölskyldu. Að það verði gerð norræn könnun á réttindum hinnar barnshafandi, fæðandi og nýju fjölskyldu, sérstaklega í sambandi við tilboð og meðferð á stofnunum og í sambandi við starfsskilyrði foreldranna.” Þessi tilmæli voru til meðferðar á embættismannafundi í Osló 27. og 28. október 1980 og á að taka aftur upp til meðferðar í Norrænu sósíalpólítísku nefndinni í lok apríl 1981. Nútima fæðingahjálp er mjög góð á Norðurlöndunum og er vel séð fyrir hinum praktísku hliðum og öryggi móður og barns, en það er staðreynd að sálræna hliðin hefur orðið útundan, og er erf- itt að koma henni inn í kerfið. í nútímaþjóðfélagi, þar sem kjarnafjölskyldan er oft mjög einangruð og búsett fjarri ætt- mennum, koma upp mörg vandamál þegar að von er á nýjum meðlim í fjölskylduna. Með aukinni menntun kvenna og mögu- leikum þeirra í atvinnulífinu og með verðbólgu síðustu áratuga, þar sem hjónin eru bæði fyrirvinnur heimilisins getur barnsfæð- ing valdið truflun. Þetta eru staðreyndirnar sem kannanirnar byggðust á. Þær sýndu að meðganga, fæðing og fyrsta ár barnsins veldur mörgum sálarflækjum, í sumum tilfellum mjög slæmum, hjá foreldrunum. Hvað er hægt að gera við þessum ósköpum? Þjóðfélagið verður að veita þeim stuðning, með foreldrafræðslu þar sem sálfræðing- ar, fæðingalæknar og ljósmæður starfa saman. Það þarf að gera aðstöðuna alúðlegri á fæðingastofnunum með tilliti til maka og barna, þannig að fjölskyldan fái möguleika á samneyti, við fæðinguna og strax á eftir fæðingunni. Konur þurfa að eiga möguleika á löngu fæðingarorlofi og góðri barnapössun þegar

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.