Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
25
Nú eru flestir monitorar gerðir svo, að nota má bæði beina og
óbeina aðferð við fósturhjartsláttarritun. síðan velur sá sem
fæðingu stjórnar þá aðferð sem best á við hverju sinni.
Þegar tengt er í eitt tæki annars vegar fósturhjartsláttarritun og
hins vegar hríðaritun og bæði ritin eru skráð út á sama strimil, vex
gildi monitorsins, því þá má sjá tengsl hjartsláttar við hríðir, sem
er aðalatriðið og það sem máli skiptir. (Mynd 7).
Þessi monitor gefur hríða- og hjartsláttarrit og þannig er
skammstöfunin CTG (Cardiotocograph) til komin.
Mæling á fósturblóðgösum (Astrup)
Frá 1973 hefur það verið vitað að sýrubasajafnvægi fóstursins
brenglast verulega í eðlilegri fæðingu. Frá 1961 hafa menn ráðið
fyrir þeirri tækni að mæla blóðgös frá fóstri, með því að stinga
gat á hársvörð þess með örlitlum hníf og sjúga blóðdropann sem
út kemur upp í fíngerða háræðapípu og mæla síðan í sýrubasa-
mælingartæki (Astrup). Hver mæling er sjálfstætt inngrip og
tekur talsverðan tíma. Þess vegna hefur þetta ekki náð að verða
föst rannsókn við fæðingar. Til eru sérhönnuð skaut (electrode),
sem fest eru í hársvörð fóstursins og gefa samfellda skráningu á
súrefnismettun, CO2 og pH, en þau eru mjög dýr og á tilrauna-
stigi. Þegar fósturhjartsláttarrit (CTG) verður verulega brenglað,
bendir það til þess að fóstrið líði talsverðan súrefnisskort (hyp-
oxia). Þá þarf að ákveða hvort gera eigi inngrip til þess að flýta
fæðingu, jafnvel með keisara. Sé hins vegar möguleiki á blóðgasa-
mælingu má af henni sjá hvernig fóstrið bregst við þessu. Þoli það
álagið án þess að pH brenglist, má bíða svolítið lengur og sjá til
hvort álaginu linni, ritið batni og fæðingin geti haldið eðlilega
áfram.
Það er því öruggt að mæling á fósturblóðgösum á eftir að kom-
ast í almenna notkun á stórum fæðingadeildum í framtíðinni.
Hlustunarpípan og monitorinn
Hlustun með pípu er mikilvæg við allar fæðingar. En hún hefur
ákveðnar takmarkanir, sem best koma í ljós við áhættufæðingar.
í rannsókn í Bandaríkjunum á 24.863 konum tókst ekki að sýna
fram á neitt ákveðið hlustunarpípueinkenni, sem gæfi ábendingu
um fósturálag (foetal distress) nema í alvarlegum tilfellum.