Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
9
Rannveig Ólafsdóttir
Ijósmóöir og
hjúkrunarfræðingur
Þingið í Osló
á vegum
Norðurlandaráðs
Dagana 24. og 25. sept. 1980 var haldið í Osló þing (forsknings-
seminar), um: Fæðingastofnanir á Norðurlöndum, meðgöngu,
fæðingu og fyrsta ár barnsins, og var það kostað af Norðurlanda-
ráði.
Umræðuefni þingsins byggðist á könnunum á þeim reglum,
Sem gilda í sambandi við feður og systkini á fæðingastofnunum i
Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð, sem Lisbeth
Brudal, cand. psyk. hefur gert.
Einnig voru ræddar kannanir í sambandi við meðgöngu,
fæðingu og fyrsta ár barnsins, unnið af Vibeke Götzsche, cand.
Psyk., Lene Lier, lækni og Hanne Munch, cand. psyk.
Þessar kannanir voru sendar þátttakendum fyrir þingið og áttu
’T'enn að kynna sér þær til að geta tekið þátt í umræðum og
bannig látið í ljós skoðanir sínar á málinu, til þess síðar að miðla
öðru áhugafólki (fagfólki) af niðurstöðunum.
Pátttakendur (45 talsins) voru ljósmæður, sálfræðingar,
fæðinga- og barnalæknar og fleiri sem inn í þessi mál fléttast.
Einn fulltrúi frá hverju landi flutti erindi um aðstæður í heima-
landinu.
Hugmyndin með þessu þingi var að ræða mögulega miðlun/-
samvinnu á meðal þjóðanna út frá könnununum m.t.t. fram-
haldsmenntunar heilbrigðisstétta á Norðurlöndunum.
I lok þingsins voru samþykkt eftirfarandi tilmæli: