Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 36
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Á ca. 12. degi fyllast holrúmin af blóði frá móður og hefst þá maternal placental blóðrás. í lok annarrar viku byrjar cytotrophoblastið að vaxa inn í syn- cytotrophoblast bjálkana og mynda primer stofn villi. Um miðja þriðju viku (18—20 d.) fer extra embryonal meso- dermið að vaxa inn i miðju bjálkana og mynda secunder stofn villi. Á 4. viku (20—30 d.) myndast blóðæðar fósturs i mesodermi bjálkana og fötal placental blóðrás hefst. í fyrstu myndast stofn villusar í trophoblstinu allt í kringum fóstrið. Smátt og smátt eyðast villusarnir við embryonal pól og chorion laeve myndast. Við embryonal pólinn halda villi áfram að þroskast og chorion frondosum myndast, sem ásamt desidua bas- lis myndar fylgju. Það tekur fylgjuna ca. 3 mánuði að ná fullum þroska bæði í uppbyggingu og starfsemi. Fóstrið er umlukið tveimur himnum: a) Innri himnan, amnion vatnsbelgur, myndast út frá cytotropho- blastinu. b) Ytri himnan, chorion, samanstendur af trophoblasti og band- vef. í lok 3. mánaðar er bilið milli chorion og amnion horfið og liggja þeir nú þétt hvor upp að öðrum upp að legveggnum. í byrjun 4. mánaðar hefur fylgjan tvo hluta: a) Fetal hluta, myndaður af chorion frondosum. b) Maternal hluta, myndaður af desidua basalis. Fylgju má skipta í: a) Chorion plate b) Desidual plate c) Intervillus rúm. Chorion plate samanstendur af: Amnion, Extra embryonal mesodermi og trophoblasti. Desidual plate samanstendur af: Trophoblasti og Desidua basalis. Intervillus rúm er milli chorion og desidual plate og er fyllt blóði móður.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.