Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 10
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ snjó til að fá nauðsynlegt vatn, sem ég varð að nota við fæðingu, eftir að hafa farið langan veg í stormi, byl og frosti, og þótti þá ágætt að hafa áttalínu olíulampa til að lýsa mér við það sem ég þurfti að gera. Lika kom það fyrir að ég varð að notast við kertis- skar, eins og raunar gömlu ljósmæðurnar, já, jafnvel aðeins brugðið upp á eldspýtu meðan ég var að skilja á milli, þegar hvorki var til kerti né olía á lampa. Þess vegna get ég kannski sett mig í þeirra spor, sem á undan eru gengnar. Nú fennir óðurn í gamlar slóðir, síðan hylur fortíðin það sem annað, eins og vera ber. Alþjóðaþing Ijósmæðra 1981 Dagana 13.—18. september 1981, verður haldið í Brighton í Englandi 19. alþjóðlegt þing ljósmæðra, undir kjörorðinu „Today’s Midwife Tomorrow”, sem mætti þýða: Nútímaljósmóðirin í framtíðinni. Að þessu sinni er vegalengdin frá íslandi ekki tiltakanleg, miðað við þingstaði á liðnum árum, og því óskandi að sem flestar íslenzkar ljósmæður sjái sér fært að vera með. Nánari upplýsingar veita Eva Einarsdóttir, sími 43597 (vinnusími Ljósmæðraskóla íslands, um síma 29000) og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, sími 18599.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.