Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
31
Réttur konu gagnvart atvinnurekanda sínum
Með lögunum um fæðingarorlof almannatrygginga er konum
tryggt þriggja mánaða leyfi frá störfum vegna fæðingar. Jafn-
framt er tekið fram í lögunum að óheimilt sé að segja barnshaf-
andi konu upp starfi og er þetta í fyrsta sinn, sem kveðið er skýrt
og afdráttarlaust á um það atriði í lögum. Að vísu er sá fyrirvari
gerður, að uppsögn geti verið heimil, ef gildar og knýjandi ástæð-
ur séu fyrir hendi. Ekki hefur reynt á þessa reglu þegar þetta er rit-
að, en telja má öruggt að óheimilt er að uppsögn tengist meðgöng-
unni að nokkru leyti. Sem dæmi um gildar og knýjandi ástæður í
þessu sambandi má hins vegar nefna samdrátt í rekstri fyrirtækis
eða brot konu í starfi.
Fyrirkomulag fæðingarorlofsgreiðslu
Heimilt er að hefja greiðslu fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir
áætlaðan fæðingardag barnsins, sem staðfestur skal með læknis-
vottorði. Ef kona vinnur utan heimilis, getur greiðsla þó aldrei átt
sér stað nema vinnuveitandi staðfesti að kona hafi tekið orlof frá
störfum (eða sé hætt störfum).
Ef sótt er um greiðsluna eftir fæðingu barnsins, miðast fyrsta
greiðslan við fæðingarmánuð barnsins.
Greiðslur fara ávallt fram í þrennu lagi, og gildir það jafnt um
heimavinnandi húsmæður sem útivinnandi konur.
Umsækjendur, sem lögheimili eiga í Reykjavík, snúi sér til
Tryggingastofnunar ríkisins. í öðrum umdæmum snúi þeir sér til
umboða almannatrygginga, sem eru á vegum sýslumanna- og
bæjarfógetaembætta.
Fæðing 1. október — 31. desember 1980
Enda þótt lögin um greiðslu fæðingarorlofs almannatrygginga
hafi gengið í gildi 1. janúar 1981, geta þó konur, sem ólu barn á
tímabilinu 1. október — 31. desember 1980, átt rétt til greiðslu
fæðingarorlofs í einn til þrjá mánuði. Hér er einungis átt við þær
konur, sem á þessu tímabili voru réttlausar á þessu sviði, s.s. hús-
mæður og bændakonur.