Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 26
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ / fyrsta lagi, með talnaskráningu (digitals). Hjartsláttarhraði fóstursins, sem tækið endurmetur eftir hvert einasta slag, birtist stöðugt sem tölustafir á ljósatöflu. I öðru lagi skráir monitorinn hjartsláttinn á blað með hita- penna, sem hlykkjótt línurit. íþriðja lagi er oft hljóð- og ljósakerfi, sem tifar og blikkar við hvern hjartslátt svo fylgjast má með taktinum á sama hátt og hægt er að hlusta á hann þegar hjartsláttarhljóðritun er notuð. Val á tækni við skráningu fósturþjartsláttar (FHR) Áður minntumst við á hinar svoölluðu áverkalausu aðferðir til að mæla og fylgjast meðr fósturhjartslætti. Þær má nota til þess að fylgjast með fóstrinu í móðurkviði, á meðgöngu og í byrjun fæðingar áður en belgir hafa sprungið og legháls víkkað svo að hægt sé að koma upp rafskauti. Það er margt sem truflar áður- nefnda mælingatækni, eins og hreyfingar, líkamsgerð ög almennt ástand móður, t.d. sé hún kvíðin og með vöðvaskjálfta. a) Óbeina hjartaafritið mengast af rafboðum frá hjarta (ECG) og vöðvum móðurinnar (electromyogram) sem hindrar að hægt sé að telja fósturhjartsláttinn nákvæmlega. b) Hjartahljóðritun (Phonocardiography) truflast frá utanað- komandi hljóðum, bæði innan og utan móðurinnar og í fæðingu, frá hreyfingum móðurinnar og rembingi. c) Hátíðnihjartahljóðritun (Ultrasound) er því algengust til þess að skrá fósturhjartslátt, bæði í meðgöngu og í fæðingu fram að því stigi að bein skráning er möguleg. Mynd 7. Samlíma upptaka fósturhjarlsláltar og hríða.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.