Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 14
12
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Á öllu landinu fæða um 80% kvenna á sjúkrahúsum eða
fæðingastofnunun, þar sem sérfræðingar í þessum greinum ann-
ast þær í meðgöngunni, fæðingunni og eftir fæðingu. 14 sjúkra-
hús taka á móti 30 og upp í 200 fæðandi konum á ári og 6 sjúkra-
hús eru með undir 20 fæðingar.
Heimfæðingar eru minna en 1% (0,8 1979) þar með taldar
fæðingar á leið til sjúkrahúss.
Þróunin:
Samskonar mæðraskrár hafa verið notaðar um allt landið
síðustu 8 árin. Þetta hefur auðveldað allt samstarf frá einum stað
til annars. Konurnar taka með sér skrána ef þær flytja á milli
staða og þannig er sama mæðraskráin notuð þar til eftir fæðing-
una. Þær konur sem þurfa nánara eftirlit fyrir eða í fæðingunni
eru sendar til stærstu fæðingadeildanna, þar sem aðstæður eru
betri. Þetta fyrirkomulag hefur gengið mjög vel. Það heyrir til
hreinna undantekninga að burðarmálsdauði eigi sér stað við
heimafæðingar eða á minni fæðingastofnunum þar sem aðstæður
eru ófullkomnari. Þetta getum við þakkað mjög nánu samstarfi
ljósmæðra, lækna og annarra sem sjá um skoðun barnshafandi
kvenna.
Burðarmálsdauði í landinu hefur lækkað síðustu 8 árin úr yfir
19 af þúsundi niður í 10—11 af þúsundi, síðasta ár (1979) 8,6, sem
er hið lægsta hingað til. Fæðingatölur okkar eru svo lágar að við
tökum gjarnan 4—5 ár saman, þegar við birtum tölur okkar. 1976
fengum við á Fæðingadeild Landspitalans sérstaka Neonatal deild
(Vökudeild), sem hefur hjálpað mikið. Það kemur fyrir að fyrir-
burar eða veikburða börn séu sótt út á land með flugvél og fara þá
barnalæknar og hjúkrunarfræðingur með, með hitakassa og það
sem til þarf.
A Fæðingadeildinni er sérfræðingur í fæðingahjálp og barna-
læknir á vakt allan sólarhringinn, þannig að læknar um land allt
leita ráða gegnum síma bæði gynækologyskt og pediatrískt.
Þannig hefur þetta þróast síðustu 10 árin.