Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 þær fara aftur út að vinna. Með því að hafa foreldrafræðslu verður makinn þátttakandi í meðgöngunni og skilur betur andlega og líkamlega breytingu konunnar, hann fær tækifæri til að læra að annast barnið til jafns við hana og þar með verða tengsl for- eldranna við barnið nánari. Við þátttökuna í þinginu í Osló, vaknaði ég upp við vondan draum. Hvernig stöndum við Ijósmæður að vígi gagnvart þessum vanda? Daglega eigum við svo annríkt á deildum og hvar sem við vinnum, að við rétt komumst yfir að sinna daglegri aðhlynningu. Það verður svo lítill tími til að spjalla og komast í nánara sam- band við einstaklingana, sem hjá okkur eru. Það er svo margt sem við getum gert betur. Vantar okkur meiri sálfræðilega þekkingu? Er hægt að auka hana í ljósmæðraskólanum? Ég vil stinga upp á því að við komum af stað umræðum um þetta og fáum með okkur sálfræðinga, fæðingalækna, félagsráðgjafa o.fl. Ég gæti skrifað langt mál um allt sem var rætt á þinginu, en ég held að við gerðum best í því að líta í kringum okkur og athuga hvort ekki eru margir foreldrar sem eru hjálpar þurfi. Nú eru að berast eintök af bókinni með efni þingsins til hinna ýmsu fæðingastofnana, sem þátt tóku í könnuninni hjá Lisbeth Brudal og er hún vel þess virði að lesa hana. Við getum þá kannski veitt foreldrum framtíðarinnar betri þjónustu. Stutt yfirlit um fæðingastofnanir á íslandi flutt i Osló 24. sept. 1980, af Rannveigu Ólafsdóttur Fæðingastofnanir: Á íslandi eru um 4200 til 4600 fæðingar á ári. Fæðingadeild Landspítalans er stærsta fæðingadeild landsins og þar fæddust 2174 börn á síðasta ári (1979), það er að segja 47% allra fæðinga í landinu. Fæðingaheimili Reykjavíkur (200 m frá Fæðingadeild- >nni) er næststærsta fæðingastofnunin og tekur á móti um 700 konum á ári. Sjúkrahúsið á Akureyri á Norður-íslandi hefur þriðju stærstu fæðingadeildina með yfir 400 fæðingum á ári.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.