Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 29
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 27 tveggja hjartslátta fóstursins, deilir í það með tímanum og endur- metur þannig tíðni hjartsláttar eftir hvert slag. Hins vegar höfum við meðaltalshjartslátt (average FHR), sem er sá hjartsláttur sem talinn er með hlustunarpípu. Það er hjartsláttur mældur með ákveðnu millibili og áætlað svo að sé óbreyttur á milli mælinga. Fer það siðan eftir því hversu þéttar mælingarnar eru, hversu ná- kvæman hjartslátt við skráum (Sjá mynd 8). Hlustunarpípan er enn í dag algengasta aðferðin til að fylgjast með fósturhjartslætti. Ókostir hennar eru að tiltölulega langt líður á milli upplýsinga (30 sek. eða meira), svolítil hætta er á taln- ingarskekkjum, og hlustað er á milli hríða þegar hjartsláttur er sem næst eðlilegur. En í höndum góðrar Ijósmóður, þar sem þekking og reynsla fer saman, hefur hlustunarpípan ómetanlegt gildi. Til hvers monitor? Aðalmarkmiðið með notkun monitors er að hindra heila- skemmdir fóstursins á meðgöngu og í fæðingu. Það verður, ef fóstrið lendir í súrefnisnauð (asphyxia). Ákveðin einkenni í riti monitors benda til þess, að fóstrið líði súrefnisskort. Heilahvelin (hemispheres) eru mjög viðkvæm fyrir lækkandi súrefnisþéttni í blóði, og standi súrefnisskorturinn einhverja stund, skemmist heilastofninn (brainstem). Hjartavöðvi fósturs er mjög næmur fyrir súrefnisskorti. Lang- varandi þrýstingur á höfuð, sem getur valdið heilaskaða og blæð- ingum, gefur einnig ákveðin einkenni í riti. Fósturhjartsláttarrit (FHR) er þannig lykill að upplýsingum um yfirvofandi hættuástand hjá fóstrinu og gerir okkur kleift að grípa inn í og koma í veg fyrir heilaskemmdir. Grein Arnars Haukssonar lceknis er hirt hér með leyfi höfundar og ritstjórnar Læknanemans, en hún birtist í Læknanemanum, í síðasta tbl. 1979. Þakkir til Jóns H. Alfreðssonar kvensjúkdómalæknis fyrir ráð

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.