Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 13 Heilbrigðisstéttir: Einasti ljósmæðraskóli landsins er 2 ára skóli og er hann til húsa i Fæðingadeild Landspítalans. Námsefni var breytt fyrir um það bil 5 árum síðan og gerir það miklar kröfur til nemenda. Það er ekki sérnám eftir hjúkrunarmenntun, en frá haustinu 1974 erum við nú um 60 ljósmæður með hjúkrunarmenntun. Flestar hafa tekið hjúkrunarnámið eftir ljósmæðraskólann. Ljósmæðra- félag íslands hefur sent heilbrigðisráðuneytinu bréf með ósk um endurskoðun og umræðu á lögum um Ijósmæðramenntun frá 1964 og þá er spurning um hvort það verði gert að sérnámi. Nú fæða flestar konur á stofnunun, þannig að ljósmæður sem fengið hafa þjálfun sína á deildinni leita hjálpar og stuðnings gegnum sima ef þarf. Á síðasta ári byrjaði ljósmæðraskólinn með 8 vikna endurhæfinganámskeið, sem eru mjög vinsæl. Framtíðin: Við álítum að við séum á réttri leið. Barnshafandi konur á landinu koma um það bil 10 sinnu í mæðraskoðun. fæðingastofn- anir fá stöðugt betri starfsskilyrði með tækjum og betur mennt- uðu starfsliði. Nú útskrifast um 12—14 nýjar ljósmæður frá ljós- mæðraskólanum á hverju hausti. Við höfum opin augun fyrir nýj- ungum og álítum að við ættum ekki að eiga mjög erfitt með að til- einka okkur nýjar rannsóknir, ný tæki og nýja umönnun eftir kröfum tímans. Við erum ekki hrædd um að staðna á þessu sviði og horfum bjartsýn til framtíðarinnar. Áhugann höfum við, en það er hinn rétti skilningur og leyfi frá æðri stöðum sem hindrar. Það er líklega sameiginlegt vandamál okkar allra.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.