Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
23
slímhúðinni í leggöngum móður. Hið síðara er málmplata fest á
læri konunnar. Þetta tvöfalda jarðsamband dregur mjög úr öllum
truflunum, s.s. vegna vöðvahreyfinga eða skjálfta móður. Kerfið
metur spennumun móður og fósturs, þar sem rafboð frá hjarta
fóstursins ráða mestu. Fæst þannig hjartalínurit beint frá fóstrinu
og skráir monitorinn það á strimil.
Rafskaut (electrode) sett upp
Sprengja verður belgi og útvíkkun þarf að vera 1—2 cm, helst
meiri. Rafskautið, löng leiðsla með silfurspíral á endanum, á að
skrúfast í höfuð barnsins. (Mynd 6). Þessari leiðslu er komið fyrir
Mynd 6. Rafskaut (electrode) með silfurspiral.
í mjóu plaströri með handfangi (gripi) á ytri enda, snúningsrör
(skrúfari) svo hægt sé að skrúfa spíralinn fastan. Þessu öllu er svo
komði fyrir í öðru röri (leiðara), sem hindrar að vírinn krækist í
leggöngin þegar verið er að setja rafskautið upp. Þreifað er eftir
kolli barnsins, leiðararörið lagt milli tveggja fingra og þrýst fast
upp að kollinum. að því búnu er innra rörinu (skrúfaranum) með
spíralnum á endanum, ýtt fast fram og snúið einn og hálfan hring
og festist hann þá. Þá eru bæði rörin dregin út og eftir situr spír-
allinn með áföstum vír, sem síðan er tengdur rafskautinu á læri
móðurinnar, og þaðan beint yfir í monitor (mynd 7).
Monitorinn telur og skráir fósturhjartsláttinn og skilar honum
á þrjá vegu: