Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Page 36

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1981, Page 36
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Á ca. 12. degi fyllast holrúmin af blóði frá móður og hefst þá maternal placental blóðrás. í lok annarrar viku byrjar cytotrophoblastið að vaxa inn í syn- cytotrophoblast bjálkana og mynda primer stofn villi. Um miðja þriðju viku (18—20 d.) fer extra embryonal meso- dermið að vaxa inn i miðju bjálkana og mynda secunder stofn villi. Á 4. viku (20—30 d.) myndast blóðæðar fósturs i mesodermi bjálkana og fötal placental blóðrás hefst. í fyrstu myndast stofn villusar í trophoblstinu allt í kringum fóstrið. Smátt og smátt eyðast villusarnir við embryonal pól og chorion laeve myndast. Við embryonal pólinn halda villi áfram að þroskast og chorion frondosum myndast, sem ásamt desidua bas- lis myndar fylgju. Það tekur fylgjuna ca. 3 mánuði að ná fullum þroska bæði í uppbyggingu og starfsemi. Fóstrið er umlukið tveimur himnum: a) Innri himnan, amnion vatnsbelgur, myndast út frá cytotropho- blastinu. b) Ytri himnan, chorion, samanstendur af trophoblasti og band- vef. í lok 3. mánaðar er bilið milli chorion og amnion horfið og liggja þeir nú þétt hvor upp að öðrum upp að legveggnum. í byrjun 4. mánaðar hefur fylgjan tvo hluta: a) Fetal hluta, myndaður af chorion frondosum. b) Maternal hluta, myndaður af desidua basalis. Fylgju má skipta í: a) Chorion plate b) Desidual plate c) Intervillus rúm. Chorion plate samanstendur af: Amnion, Extra embryonal mesodermi og trophoblasti. Desidual plate samanstendur af: Trophoblasti og Desidua basalis. Intervillus rúm er milli chorion og desidual plate og er fyllt blóði móður.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.