Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 3

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 3 Sólveig Þórðardóttir, deildarstjóri, Fæðingardeildinni Keflavík: Fæðingardeildin í Ystad Fæðingardeildin í Ystad Við fæðingardeildina í Ystad, sem er fjórtán þdsund manna bær syðst í Svíþjóð, er rekin fæðingardeild sem getið hefur sér góðan orðstír um gervallt landið, og jafnvel víðar. Vinsældir deildarinnar sjást á því að þangað koma konur víða að til að fæða. Vinsældir fæðingardeildarinnar má rekja til þess að það hefur tekist með ágætum að samræma náttúrulegar fæðingar og nútíma öryggi í fæðingarhjálp. Auk þess er viðmót það sem fjölskyldan mætir hlýlegt, sem og skipulag deildarinnar. Fæðingardeildin þjónar 28.000 manna svæði. Saga deildarinnnar Arið 1977 fæddust einungis 300 börn í Ystad og til stóð að leggja deildina niður. Um það leyti réðst ljósmóðirin Signi Jönsson til deild- arinnar. Signi breytti skipulagi deildarinnar og starfsháttum í sam- ræmi við hugmyndir franska fæðingarlæknisins Michael Odent. Odent rekur, sem kunnugt er, fæðingardeild í Pithiviers í Frakklandi, sem Sólveig Þórðardóttir til hœgri á myndinni hér með kollegum sem starfa í Ystad.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.