Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 7 Barnið er sett upp á kvið móður sinnar áður en klippt er á nafla- streng. Síðan er föður barnsins boðið að klippa á strenginn, ef allt er með felldu. Hann baðar einnig barnið eftir fæðinguna. Konan ræður því hvort fleiri en faðirinn og ljósmóðirin séu viðstaddir fæðinguna. Þegar fæðingin er afstaðin er lögð rík áhersla á að fjölskyldan geti notið stundarinnar í ró og næði. í því sambandi er spjald sett á hurðina til að halda umgangi í lágmarki. Foreldrum er færður bakki (úr silfri) með skrautlega smurðu brauði. Bakkinn er skreyttur með blómum og sænska fánanum. Hin nýorðna móðir liggur á deildinni í 5-7 daga, eða lengur ef hún vill. Öll börn er skoðuð af barnalækni á fyrsta sólarhring og síðan á fimmta degi (eða íyrir heimferð). Þess má geta að fæðingardeildin í Ystad er sú fallegasta sinnar tegundar sem ég hef séð. Allt litaval er í fallegum og mildum litum. Smekklegar myndir skreyta veggina. Sófar og stólar eru þægilegir. Þá virtist allt hreint og öruggt. Allt starfsfólk var einkar alúðlegt. Greinarhöfundur var svo heppin að sitja fyrirlestur hjá Signi Jönssen, til hcegri á myndinni er Signi og við hliðina á henni Ulla Stina Bjömsmark, núverandi deildarstjóri á deildinni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.