Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 8
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags íslands flutt á aðalfundi félagsins 30. apríl 1988 Á starfsárinu voru haldnir 9 stjórnarfundir, 1 fræðslufundur, 1 fræðslunámskeið og 1 ráðstefna á vegum færðslunefndar. 5 ljósmæður sóttu Alþjóðamót ljósmæðra í Haag í Hollandi s.l. sumar. Á þessu starfsári hefur stjómin enn einu sinni ítrekað fyrri óskir til heilbrigðisráðherra um setningu ljósmæðrareglugerðar, en árangurs- laust. Stjórnin sendi stjórn Ríkisspítala bréf í nóv. s.l. þar sem farið var fram á að stöður ljósmæðra á Kvennadeild Landspítalans, þ. e. Fæðing- argangi, Meðgöngudeild, Sængurkvennadeildum og Göngudeild, verði skráðar stöður ljósmæðra en ekki hjúkrunarfræðinga eins og verið hefúr. Var bent á að umrædd störf féllu undir starfssvið ljósmæðra, en það er lögverndað, sbr. ljósmæðralög no. 67/1984. Svar hefur loksins borist og verða stöðuheimildir skráðar , ,ljósmæður/hjúkrunar- fræðingar“. Er það vissulega til bóta, en stjórn L.M.F.Í er þessu ekki samþykk og telur að stöðurnar eigi eingöngu að vera skráðar á ljósmæður. Lífeyrissjóðsmálin hafa mikið verið rædd innan B.S.R.B. á síðasta ári. En eins og félagsmönnum er kunnugt um hefur verið samið frumvarp um starfsemi lífeyrissjóða, þar sem gert er ráð fyrir 1 stómm lífeyrissjóði landsmanna, sem Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins falli undir. Þetta framvarp hefur óbreytt í för með sér tals- verða skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Tekist hefúr að koma inn í frumvarpið bráðabirgðaákvæði, sem mundi tryggja að opinberir starfsmenn haldi réttindum sínum óskertum, eins og þau em samkvæmt gildandi lögum. Félagsmenn fengu sendan heim með Ljósmæðrablaðinu bækling, sem útskýrir þetta betur. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu B.S.R.B., hjá skrifstofu Lífeyrissjóðsins og L.M.F.Í. Stjóm L.M.F.Í. fól í nóvember s.l. Guðrúnu B. Sigurbjömsdóttur,

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.