Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 10

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ munum flytja bækurnar aftur, þar sem við höfum loforð um gott húsnæði fyrir þær í B.S.R.B. húsinu að Grettisgötu 89, Rvk. Magnea leigði okkur þetta herbergi fyrir sáralítið um árabil, og kann félagið henni bestu þakkir fyrir. I nóvember s.l. var farið á fund forráðamanna Prentsmiðjunnar Odda h.f. og gengið frá skuld okkar við þá. f byrjun júní s.l. fór formaður Sambands ljósmæðra á Norður- löndum þess á leit við okkur að við héldum aðalfund stjórnar samtak- anna hér í Reykjavík. Við unnum að þessu og vorum að verða búnar með allan undirbúning nú í byrjun aprfl, þegar formaður hafði aftur samband, og nú til að aflýsa fundinum, þar eð öllum fundarmönnum hafði ekki tekist að fá flugfar á því verði og þeim dögum sem þeim hentaði. Nú á að halda fundinn í Osló 10. og 11. júní n.k. Formaður L.M.F.Í., Hildur Kristjánsdóttir, og Guðlaug Björnsdóttir munu sækja fundinn. Stjórn L.M.F.Í. hefur látið teikna nokkrar hugmyndir af nýrri félagsnælu og lita þær. Munum við á næstunni láta gera prufunælur. Á næsta ári verður L.M.F.Í. 75 ára, og hefur stjórnin skipað 5 manna nefnd, sem mun sjá um allan undirbúning. Félagið fékk á síðasta ári til umsagnar „íslenska heilbrigðisáætlun“ og sendi stjórnin umsögn um hana. Einnig drög að reglugerð eða lögum um líkams- og heilsuræktarstöðvar. Nýr ritstjóri, Hanna S. Antoníusdóttir, tók til starfa s.l. haust, og bjóðum við hana velkomna til starfa. Starfsmaður var ráðinn til starfa um áramót hjá félaginu, Elín Hjartardóttir, og er hún einnig boðin velkomin til starfa. 9. alþjóðaráöstefna INTERNATIONAL SOCIETY OF PRE AND PERINATAL PSYCHOLOGY AND MEDICINE veröur haldin í Jerúsalem 26.-31. mars 1989 Efni ráðstefnunnar veröur: ENCOUNTER WITH THE UNBORN Þegar má senda inn erindi. — Skrifstofa LMFÍ gefur nánari upplýsingar í síma 17399.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.