Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 16

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hildur Kristjánsdóttir, formaður LMFÍ: SKÝRSLA frá fulltrúaráðsfundi NJF 10.-11. júní 1988. Fundur var settur í fundarsal Norska ljósmæðrafélagsins í Osló. Fyrsta mál á dagskrá var að samþykkja dagskrá fundarins og var það gert. Næst var farið yfir fundargerð frá fundinum í Þórshöfn 29. maí 1987 og var hún samþykkt með smávægilegum breytingum sem voru aðallega vegna tungumálamisskilnings. Svo var farið yfir þátttakendalista og heimilisföng og símanúmer leiðrétt. Næsta mál á dagskrá var að fara yfir upplýsingaskema N.J.F. en ekki reyndist unnt að gera það þar sem aðeins Island og Finnland höfðu sent inn breytingar frá fyrra ári. Var þessu því frestað. Þá var komið að því að fulltrúar landanna flyttu skýrslur stjórna sinna. Þessar skýrslur liggja frammi á skrifstofu félagsins og geta félagsmenn kynnt sér þær þar. Eg mun aðeins drepa á helstu atriði þeirra hér. Noregur: Skrifstofa félagsins er nú opin 4 daga í viku og hafa þær nýlega tölvuvætt allt hjá sér, sem hefur haft í för með sér gífurlega vinnu. Þær breyttu útliti fagritsins síns á þessu ári og mælist það mjög vel fyrir. ,,Vil ég hvetja ljósmæður til að lesa þetta blað. Það er mjög faglegt og skemmtilegt“ (Innskot fulltrúa LMFÍ). Áskrift kostar nú 250 kr. norskar á ári og er ekki innifalin í félagsgjöldum ljósmæðra. Norska ljósmæðrafélagið hefur ekki samningsrétt heldur félagasamtök þau sem þær tilheyra. Veldur þetta þeim miklum vandræðum og er mesta baráttumál þeirra sem stendur. ÍSLAND: Fulltrúi Islands sagði frá afmæli LMSI og gjöf félagsins til hans.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.