Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 Þýdd grein úr norska ljósmæðrablaðinu Tidsskrift for Jordmödre, nr. 1- febrúar 1986, 92. árgangur. Ljósmóöirin og tæknivæðingin Erindi flutt af Susanne Houd, ráðgefandi Ijósmóður hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO. ,, Við verðum að læra að hagnýta tœknina en ojhýta hana ekki“. Fyrir fáum árum, jafnvel fyrir örfáum mánuðum, hefði ég notað þetta einstæða tækifæri að vera eina ljósmóðirin og fulltrúi stéttarinnar innan um alla þessa lækna til að segja að læknar og tækni þeirra eigi sök á öllu hina illa sem gengið hefur yfir ljósmæður og starfsvettvang þeirra síðustu 10 árin. En í dag mun ég ekki halda slíku fram. Ljós- mæður — bæði í þessu landi og öðrum Evrópulöndum — eru mér sennilega sammála um að við þurfum ekkert að óttast af hálfu fæðingarlækna. Og þar með erum við hættar að skammast út í þá og eru famar að kanna starfsvettvang okkar sjálfra. Ljósmæður bera ábyrgð á þeim konum sem ganga með og fæða á eðlilegan hátt. Og þar sem meðganga og fæðing gengur eðlilega hjá flestum konum er ljósmóðirin þýðingarmesti starfsmaður heilsu- gæslunnar fyrir barnshafandi konur. Hún starfar algerlega sjálfstætt, þannig að það er næstum alltaf hún sem ákveður hvenær meðganga eða fæðing er hætt að teljast eðlileg og stefnir í það að vera áhættusöm eða þörf verði á læknisaðgerðum, og setur þá af stað það ferli þar sem tækninni er oftast beitt. Hún er sá gæslumaður sam samþykkir að tækninni sé beitt við meðgöngu og fæðingu sem á engan hátt er afbrigðileg. Hagnýting tækninnar. Allir geta verið sammála um að tiltækur tækjabúnaður vegna fæðingahjálpar er geysi gagnlegur við afbrigðilega þungun og fæðingu, og undir slíkum kringumstæðum er gagnið meira en áhættan. Erfiðara er að fullyrða um hvort notkun tækjabúnaðarins ,,til

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.