Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Side 24
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ öryggis“ er til meiri hjálpar en óþurftar. Ein hættan af hvaða tækni sem er felst í því sem komið getur upp þegar henni er beitt undir tilvikum sem hún var ekki sniðin fyrir. Til dæmis þegar tækni vegna afbrigðilegra fæðinga er beitt við ósköp venjulegar fæðingar. Eftir því sem tækninni er beitt á fleiri konur dregur úr notagildi hennar almennt án þess að búast megi við minnkandi áhættu. Eða dregur notkunin úr áhættunni? Og ef við vitum það ekki er það þá ekki ábyrgðarhluti að beita henni við svo margar konur sem raun ber vitni? Ljósmóðirin ræður ekki aðeins hvenær tækninni er beitt við meðgöngu og fæðingu, hún ákveður einnig þegar tækninni er beitt í tilvikum þar sem mest hætta er á misnotkun — þegar áhættan er meiri en sjáanlegt gagn. Með þessu vil ég segja aðeins það að á þeirri stundu sem ljósmóðirin ákveður að beita tækjabúnaði við eðlilega meðgöngu eða fæðingu, grípur til tækninnar ,,til öryggis", getur hún eingöngu með þeirri ákvörðun breytt eðli meðgöngu eða fæðingar frá því að vera venjuleg yfir í að vera afbrigðileg. Ótti Ijósmóðurinnar Ég sagði hér að framan að ljósmæður þurfi ekkert að óttast af hálfu fæðingalækna, en til eru þeir hlutir sem við þurfum að bera kvíðboga fyrir. Fyrst af öllu: Hvað verður ef eitthvað fer úrskeiðis? Hvað ef það er mér að kenna? Þessi ótti getur fengið okkur til að fallast á að fæðingar flytjist í meira mæli inn á stórar stofnanir sem eru viðbúnar neyðartilvikum. Þessi ótti getur valdið því að við gripum til hjart- sláttarsíritans, hljóðbylgjutækja eða heilarafskauta bara vegna þessa: Hvað ef ....? Og ef foreldrarnir andmæla getur þessi ótti komið okkur til að segja: ,,Þið viljið þó ekki valda tjóni á barninu ykkar, eða hvað?“ Og þannig komum við í veg fyrir formleg mótmæli af hálfu for- eldranna og leggjum nokkuð af ábyrgðinni á þeirra herðar. Við þurfum þar með ekki lengur að hafa áhyggjur af því sem frá þeim kemur. Við verðum þannig að taka á okkur það hlutverk að varna ofnotkun tækninnar, einnig að nýta hana þegar þörf krefur. Við skulum því reyna að kanna nokkuð nánar réttmæti þess sem við gerum. Ég ætla að vitna hér til ummæla tveggja norskra vísindamanna á sviði kvennafræða, þeirrra Eli Heiberg Endersen og Kithy Strand. Þau segja: ,,Við vitum að tæknin fælir. Tækni ryður oft úr vegi persónulegum tengslum. Samvinna er ekki lengur beint milli tveggja

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.