Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 26

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 26
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ vöxt fóstursins við venjulega skoðun eru þær sömu og fást með hljóðbylgjuaðferðum. Við eigum að taka þátt í skipulagningu þeirra rannsókna sem gerðar eru á meðgöngu og fæðingum, og við eigum að gera okkar eigin athuganir á fæðingarhjálp, viðhorfum ljósmæðra og þekkingu þeirra. Við hjá WHO erum einmitt að byrja á slíku, og samskiptin við ljósmæður hafa frá upphafi verið með ágætum. Við byrjuðum rannsóknina með fundi heilan dag með ljósmóður, félagsfræðingi, fæðingalækni, barnalækni, faraldursfræðingi, hag- fræðingi og tölfræðingi til að koma upp hugmyndabanka (brain storming). Ég og enski félagsfræðingurinn Ann Oakley unnum síðan rannsóknaráætlun úr hugmyndum fundarins sem nú er komin í framkvæmd. Samblandið af hagnýtri þekkingu ljósmóðurinnar og kerfissetningarfræði félagsfræðingsins hefur reynst árangursríkt við þetta verkefni. Niðurlagsorð mín verða svo þessi: Það er áríðandi að ljósmóðirin standi dyggan vörð um þær konur sem eiga það á hættu að verða fórnardýr tækjavæðingarinnar. Og að stórum hluta eru það við sem komum konunum í þessa hættu. Þegar okkur er orðið þetta ljóst er það okkar að nýta þá möguleika sem felast í þessari vitneskju. Tækjabúnaðurinn í kringum fæðingarhjálpina kemur til með að vera áfram. Við skulum því læra á hann, hagnýta hann, kynna okkur kosti hans, en gleyma honum líka af og til og líta ekki á hann sem ógnun við hæfileika okkar. Tækjabúnaðurinn kringum fæðingarhjálpina eru verkfæri sem á að nota þegar þörf krefur. Og þörfin er fyrir hendi þegar notkun hans leiðir til þess að foreldrunum finnist fæðingin sé árangur þeirra eigin erfiðis — með dálítilli hjálp frá góðum vinum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.