Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 María Hreinsdóttir, Ijósmóðir: SÓNARRANNSÓKNIR Sónar, hljóðbylgjur er fyrsta og eina óskaðlega aðferðin til þess að sjá inn í þungað leg. Próf. Jan Donald við Queen Mothers sjúkra- húsið í Glasgow hóf árið 1958 athugun á hverjir væru möguleikar á notkun hljóðbylgjutækni í fæðingar- og kvensjúkdómafræði. Hljóð- bylgjutæknin var á tilraunastigi næstu 10 árin, en ekki þurfti aðeins að þróa heppilega tækni heldur einnig að þreifa sig áfram um hvers virði þessi tækni væri. Um 1970 má segja að hljóðbylgjutæknin hafi komist af tilrauna- stiginu og orðið stærsta framlag til fósturverndar íyrr og nú. Hið margfalda gildi hljóðbylgjutækninnar fram yfir önnur próf sem áður höfðu verið notuð í sama augnamiði, er sú staðreynd að hægt er að horfa á innihald legsins. Hljóðbylgjur eru bylgjur með hærri tíðni en mannseyrað greinir eða yfir 20.000 bylgjur á sek., 20 KHZ. Við sónarskoðun á legi er almennt notuð tíðnin 2,5 eða 3,5 MHZ eða 2,5- 3,5 milljón sveiflur á sek. Hljóðbylgjur eru framleiddar á ómhaus (ultrasonic transducer) af raförvuðum kristal, sem hefur þann eiginleika að geta breytt hreyfiorku í raforku og öfugt. Þegar rafstraumi er hleypt á slíkan kristal titrar hann og framleiðir hreyfiorku í formi hljóðbylgna. Hljóðbylgj- umar leiðast auðveldlega um vökva og vefi, en loft stöðvar þær. Hljóðbylgjurnar endurkastast frá vefjum og breytir kristallinn (óm- hausinn) þá hljóði í mynd, sem kemur fram á skermi sónartækisins. Tvær gerðir af sónartækjum hafa verið notaðar hér á landi. 1. B-scanner eða stillimyndatæki. 2. Realtime-scanner eða hreyfimyndatæki.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.