Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Page 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 29 sekkirnir eru fullir af, síðan er ómhausnum rennt yfir kvið konunnar og myndin birtist á skerminum sem konan og skoðandinn horfa á. Algengt er að konurnar takj eiginmann og börn með, pg hafa flestir mikla ánægju af, myndist strax náin tengsl við hina ófæddu veru sem sést hreyfa sig á skerminum. Hér á kvennadeildinni er lagt til að sónarskoðun sé gerð að jafnaði einu sinni á meðgöngunni við 18-19 vikur meðgöngu, en á öðrum tíma ef tilefni er til. Þetta er gert vegna þess að skoðun á þessum tíma nýtist best. Þá fæst góð vitneskja um meðgöngulengd og yfirleitt er hægt að skoða fóstur mjög vel m.t.t. sköpunargalla, staðsetja fylgju með mikilli nákvæmni, legvatnsmagn og fjölda fóstra. Miðað við þessa skoðun er árangur annarra skoðana í meðgöngu takmarkaðri, nema helst við vissa sjúkdóma í meðgöngu eða hjá áhættuhópum. Ekki er hægt að svo stöddu að mæla með því að allar konur séu skoð- aðar við 31. viku eins og sumsstaðar er gert erlendis vegna þess að þær hendingarannsóknir sem gerðar hafa verið á þessum tíma hafa ekki augljóslega sýnt ávinning af slíkum skoðunum. Tilgangur sónarskoðana á 12. viku: 1. Greina afbrigðilegar þunganir, dáið fóstur, fósturvisnun, blöðrufóstur, utanlegsfóstur. 2. Ákvarða meðgöngulengd. 3. Greina fleirbura. 4. Staðfesta meðgöngulengd m.t.t. Chorion biopsiu og leg- vatnsástungu. 5. Greina afbrigði sjúkdóma á kynfærum, legvöðvahnúta, blöðrumyndun í eggjastokkum, tvískipt leg. A síðari hluta meðgöngu: 1. Greina hvort fósturvöxtur er eðlilegur eða ekki. 2. Fylgjast með fósturvexti vegna gruns um vaxtarseinkun eða þar sem truflun er á fósturvexti (fyrri léttburafæðingar, hækkaður blóðþrýstingur, fleirburameðganga, sykursýki resus-immunosering). 3. Greina fyrirsæta, lágsæta fylgju og mögulega orsök blæð- ingar. 4. Greina fósturstöðu vegna gruns um sitjanda stöðu, þverlegu. 5. Fá síðbúna greiningu á fósturgöllum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.