Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Síða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 6. Legvatnsástunga vegna resus-immunoseringar eða vegna LS prófs sem er gert til þess að meta lungnaþroska fósturs. Ómskoðun á öðrum tíma en við 18—19 vikur er aðeins gerð óski læknir eftir því, og fyrst og fremst ef blæðing, mikil ógleði eða afbrigðileg þykkt gefur tilefni til að ætla að meðgangan sé óeðlileg. Á fyrstu 12 vikum meðgöngu er haus-daus-lengd fósturs mæld, crown-rump-lengd, sú mæling hefúr nákvæmni upp á + eða — 4 daga. Eftir 13. viku er BPD, þvermál höfuðs mælt, lengd lærleggs og lengd upphandleggs og gefa þessar mælingar nákvæmni upp á + eða — 7 daga. Eftir 20. viku eru mælingar ekki eins nákvæmar m.t.t. meðgöngu- lengdar þar sem stærðarmunur er farinn að gera vart við sig á milli fóstra. En fyrstu 20 vikur meðgöngu er talið að öll fóstur vaxi eins. Mælingar sem gerðar eru á seinni hluta meðgöngu m.t.t. vaxtar eru BPD, þvermál höfuðs, AD þvermál bols í naflahæð, ummál bols í naflahæð. Finnist kona með barn undir 10 percentilstærð er fylgst með konunni áfram í sónar og er að jafnaði skoðað á 14 daga fresti. Finnist fóstur með sköpunargalla við rútínu skoðun í 18—19 viku meðgöngu er konunni greint frá því og í samráði við lækni og félags- ráðgjafa er konunni boðið upp á fóstureyðingu. Legvatnsrannsóknir hafa verið gerðar hér á landið síðan 1977 og eru nú gerðar að jafnaði um 300 ástungur á ári. Helstu ástæður fyrir rannsókn eru: 1. Aldur mæðra, 35 ára eða eldri 2. Hafi konan fætt barn með litningagalla. 3. Litningagalli í fjölskyldu. 4. Til ákvörðunar á kyni þegar kynbundnir gallar finnast í fjölskyldu. 5. Ýmsir lífefnafræðilegir sjúkdómar í fjölskyldu. Legvatnsástungan er gerð á 16 viku meðgöngu. Þá er legvatnið orðið nóg til þess að hægt sé að taka 12 ml, og þá eru þær frumur til staðar í legvatninu sem rækta þarf. Ástungan er gerð undir sónartækinu, þá má sjá fylgju, fóstur og

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.