Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 33

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1988, Qupperneq 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 33 Notkun kerlaugar við fæðingarhjálp í danska Ljósmæðrablaðinu Tidsskrift for Jordmödre nr. 1 janúar 1987, 97. árgangi, var lýst rannsókn sem gerð var á KAS-sjúkra- húsinu í Gentofte á áhrifum notkunar kerlaugar fyrir fæðingu á gang fæðingar og á ástand móður og nýbura. Greinin var undirrituð af tveim yfirlæknum, Carsten Lenstrup og Arne Berget, tveim aðstoðar- læknum, Anne Schantz og Jens Hertel, Elisabeth Feder, yfirljós- móður, og Helle Rosenö, deildarljósmóður. Auk þess kom fram að Blóðbankinn í Kaupmannahöfn haföi veitt aðstoð og stuðningur við rannsóknina kom frá rannsóknaráði í læknavísindum. Greinin fer hér á eftir í lauslegri endursögn og þýðingu. Stutt yfirlit 88 konur, sem höfuð gengið fullkomlega eðlilega með og fengu sjálfikrafa hríðarverki eftir venjulegan meðgöngutíma, fengu að baða sig í kerlaug 'A-2 stundir meðan útvíkkun fór fram. 72 aðrar konur sem eins var ástatt um hvað varðaði meðgöngu og byrjun hríða en sem ekki vildu fara í kerlaug fiyrir fœðinguna mynduðu viðmiðunarhóp. Báðir hópar voru meðhöndlaðir samkvæmt venjulegum fœðingarhjálparreglum deildarinnar að öðru leyti en dvölinni í kerlauginni. Hjá baðhópnum nam leghálsvíkkunin 2,5 cm á klst. en 1,26 cm á klst. í viðmiðunarhópnum. Sársaukamat var að meðaltali hœrra í upphafi hjá baðhópnum og fram kom að þœr töldu heldur draga úr verkjum við baðið, en slíkt kom ekki fram hjá viðmiðunarhópnum. Þessi munur getur bent til ófullncegjandi mæliaðferða. Notkun deyfilyfja og örvun við fœðinguna var tvöfalt meiri hjá viðmiðunar- hópnum en þessi munur er vart marktœkur. Enginn munur var á þörf fyrir lœknishjálp við fceðinguna, svo sem vegna rifnunar eða vegna mik- illa blœðinga meðan á fœðingu stóð eða eftir hana. Samanlögð lengd fœðingar var eins hjá báðum hópum og enginn munur var á fœð- ingarástandi bamanna. Engin marktœk bakteríumengun kom fram í baðvatninu og ekki varð vart hitasóttar eftir fœðinguna. Aðdragandi Margir hafa lagt á það áherslu á seinni árum að þörf sé á róandi og

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.